Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 40
38
Ingólfur Pálmason
eða minna leyti fram á vora daga. Þar segja margir enn „la-ji“, „hu-ji“
og „bo-ji“ o. s. frv. Þetta kalla málfróðir menn „einhljóðaframburð á
undan gi“.
í sögubrotinu Árni í Vogi, sem ég samdi gagngert til að kanna þetta
atriði ásamt r/-m-framburðinum, koma fyrir 11 orð sem bjóða upp á
þennan framburð. Þau eru: Vogi, fullhugi, hniginn, lagi, hugi, vegi,
lögin, daginn, nœturlagi, bagi, dugi.
Ýmsir munu sjálfsagt finna að því, að misjafnlega mörg dæmi eru
fyrir hvert hljóðasamband, t. d. er ekki nema eitt dæmi um -egi-, -igi-,
-ogi-, -ögi-, en hins vegar þrjú dæmi um -ugi- og fjögur um -agi-. —
Þetta var mér að nokkru ljóst þegar ég samdi textann, en mér fannst
meira um vert að koma saman nokkurn veginn samfelldu máli, þar sem
ákveðin hljóðasambönd styngju ekki um of í augu, en að tína saman
setningar úr sinni áttinni hverja til að fullkominn jöfnuður í tíðni hljóð-
anna fengist fram. Virðist mér það galli á sumum könnunartextum
Björns Guðfinnssonar, hve málfarið er óeðlilegt og stirt og lítt hirt um
að fela það sem kanna á. Verður líklega seint á allt kosið í þessu efni.
Hjá rosknu fólki, einkum í Öræfum, er áberandi hve einhljóðið er
langt í umræddri stöðu. Björn Guðfinnsson (1946) taldi það hafa fulla
lengd á kjarnasvæðinu (Skaftafellssýslur og Suður-Múlasýsla. Sjá Mál-
lýzkur I, bls. 56-66.) Hjá yngra fólki er hins vegar greinileg hneigð til
tvíhljóðsmyndunar; áherslusérhljóðið styttist og oft er erfitt að heyra,
hvort um illa framborið tvíhljóð eða einhljóð er að ræða. Má vera að
hér sé að einhverju leyti óvönduðum lestri um að kenna.
í Breytingum á framburði og stafsetningu kemst Björn Guðfinnsson
svo að orði um einhljóðaframburðinn á áðurnefndu svæði (1947:30):
Ætla ég, að hann sé einna lífseigastur allra þeirra mállýzkna, sem
nú eru á undanhaldi í landinu.
Hér á undan var vikið að því, að líklega taki menn síður eftir mun-
inum á einhljóði og tvíhljóði á undan gi en t. d. muninum á rl-rn- og
rd/-rdn-framburði. Þetta er aðeins tilgáta mín og ekki víst að allir fallist
á hana athugasemdalaust. En ef einhver fótur er fyrir þessu, kynni þetta
að vera ein ástæðan fyrir því, að einhljóðaframburður á undan gi hefur
varðveist öðrum mállýskum betur. Þó mætti segja mér að stytting sér-
hljóðanna, sem ég gat um áðan, væri hrörnunarmerki og forboði þess
að einhljóð á undan gi eigi eftir að fara veg allrar veraldar, áður en