Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 20
18 Eiríkur Rögnvaldsson
í báðum þessum setningum er eðlilegra að hafa ekki á undan munu.
Ef fallist væri á hugmyndir Höskuldar ættu a-setningarnar að vera
vondar, því að munu ætti alltaf að vera í Hjl, á undan ekki. Ég sé því
enga ástæðu til að gera mun á munu og skulu og öðrum hjálparsögnum.
Annaðhvort verður að viðurkenna að munu og skulu geti komið fyrir í
Sl,11 eða hafna því að staða ekki segi nokkuð um tilvist Hjl; sé síðar-
nefndi kosturinn valinn, er fátt um góð rök fyrir tilvist Hjl, eins og bent
var á hér að framan. Við þetta bætist, að þótt finna megi þokkalegar
setningar með munu og skulu í fylliliðum b-sagna, eru mjög miklar
merkingarlegar hömlur þar á, eins og Höskuldur viðurkennir raunar, og
setningar á við (26) torfundnar.
Önnur röksemd Höskuldar varðar stöðu atviksorða; hann segir að
ákveðin ao. geti ekki staðið fyrir aftan sögn í fylliliðum a-sagna, og
bendi það til þess að þar hafi sögnin ekki verið flutt inn í Hjl, heldur
sé enn í S1 og þar með fyrir aftan atviksorðsplássið. Nú hefur það verið
rökstutt hér að framan að engin sérstök ástæða sé til að gera ráð fyrir
atviksorðsplássi á undan sögn. En látum svo vera í bili, og lítum á setn-
ingu þar sem þetta kemur fram:
(29) *Ég ætla að lesa sjaldan bókina
Ef við segjum nú eins og Höskuldur (1983:20-21), að ástæðan fyrir þvi
að slíkar setningar eru vondar sé sú að lesa sé enn í S1 og enginn Hjl
fyrir hendi sem hún gæti færst inn í, þá mætti búast við að (30) væri
góð:
(30) *Ég ætla að sjaldan lesa bókina
Hér er ao. fyrir framan sögnina; samt er setningin enn vond (og raunar
mun verri en (29)). Til að skýra það yrði Höskuldur þá að segja að í
slíkum setningum sé ekki aðeins Hjl fjarstaddur, heldur líka atviksorðs-
plássið sem annars komi næst á eftir honum. En nú eru setningar eins
og (31) hugsanlegar:
(31) ?Ég ætla að lesa bókina sjaldan
Þá yrði að segja að slík atviksorð gætu eins verið upprunnin síðast í
11 Til gamans má benda á, að Helgi Guðmundsson (1977:323nm) tilfærir svarf-
dælska vísu (úr seðlasafni Orðabókar Háskólans) þar sem fyrir kemur sambandið
„hefði skulað“. Þar hlýtur skulu a. m. k. að vera í Sl!