Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 189
Ritdómar
187
hvað varðar lokhljóðin. [p, t, kj, k] eru án fráblásturstáknsins [h], og [b, d, gj; g]
án afröddunarhringsins. Ég kann hálfilla við þetta, en segja má (sbr. Hreinn Bene-
diktsson 1965) að þetta skipti ekki miklu, þar sem skýrt er frá fráblæstri hinna
fyrrnefndu og röddunarleysi hinna síðarnefndu þegar í upphafi. Hins vegar finnst
mér hæpið að láta stafsetninguna ráða hvort notað er [p, t, kj; k] eða [b, d, gj, g]
á eftir samhljóði í bakstöðu, og hljóðrita (bls. 23) löng sem [löyqg], en hönk sem
[höyrjk]. Yfirleitt mun þarna um sama hljóð að ræða í framburði (sjá Magnús
Pétursson 1976:60), enda bendir höf. á (bls. 38) að þarna sé mjótt á munum.
Fyrir hj- (Jié-) notar höf. [Xj] (í stað [Ij, 5, j] sem notuð hafa verið í íslenskum
bókum) og fyrir uppgómmælt raddað önghljóð [q] eins og bæði Björn Guðfinnsson
og Magnús Pétursson hafa gert.
Hljóðritun sérhljóða er að mestu hefðbundin; þó er notað [5] í stað [ö] eða [œ].
Höf. hefur lagt af að hljóðrita i, e, u, ö og o sem [[], [?], [t)], [q] og [o], og er það
vel. Hér verður þó að gera athugasemd varðandi tvíhljóðið au. Það er yfirleitt
hljóðritað [öy], en þegar það er skrifað -ögi- er hljóðritunin [öi] (bls. 22), og þessi
athugasemd fylgir: „Auch geschriebenes au erhalt den Lautwert [öi]: laugin
Höi:jin] ...“ Helst virðist eiga að skilja þetta svo að uppruninn ráði þarna einhverju
um mismunandi framburð, en frb. á laugin sé e. k. áhrifsbreyting. Að vísu greinir
menn á um hvort seinni hluti þessa tvíhljóðs sé kringdur eða ekki; Magnús Péturs-
son (1976:45) hljóðritar [öi], en segir að seinni hluti hljóðsins sé oft a. n. 1. kringd-
ur. En hvað sem um það er, þá skiptir uppruni þarna ekki máli.
Sambönd sérhljóðs + gi eru hljóðrituð með löngu tvíhljóði; hagi [hai:ji]; þótt
það sé í samræmi við hefð, held ég að ef einhver lengd er táknuð á annað borð sé
réttara að hafa hana á samhljóðinu: [haij:i].
Við hljóðlýsinguna má gera nokkrar athugasemdir. Sagt er að fyrri hluti tvíhljóðs-
ins [ei] sé sama hljóð og stofnsérhljóðið í þ. geben. Mér heyrist þýska hljóðið
vera greinilega lokaðra, en hef að vísu engar mælingar að styðjast við.
Óvenjulegt má telja að talað er um sérstakt í-hljóð í sambandinu sj, og má það
e. t. v. til sanns vegar færa fyrir þýsk eyru, þótt íslendingar taki ekki eftir því. Hitt
er ekki rétt, að í kringdum /iv-framburði sé sama hljóð og í e. water, þ. e. [w] (bls.
33). Slíkur framburður heyrist, held ég, aðeins hjá þeim sem eru að reyna að
koma sér upp /iv-framburði af lítilli þekkingu. Einnig er hæpið að halda því fram
(bls. 26, 33) að í /iC-samböndum (hjálpa, hljóta, hnýta, hrjóta o. s. frv.) tákni [h]
bara afröddun eftirfarandi samhljóðs. Magnús Pétursson telur (1976:60) að í
slíkum samböndum sé samhljóðið oft raddað.
Á bls. 17 er smágrein með yfirskriftinni „Silbentrennung"; þar er þó aðeins um
að ræða reglur um skiptingu milli lína, en hún þarf ekki að vera sú sama og at-
kvæðaskipting (sjá Kristján Árnason 1980). Þá er í kaflanum um áherslu (bls. 18)
ekki gerð næg grein fyrir aukaáherslu á þriðja atkvæði; að vísu er tekið fram að
hún geti komið fyrir, en líklega er hún skyldubundin undir vissum kringumstæðum
(sjá grein Kristjáns Árnasonar (1983, í þessu hefti)). í sambandi við lengdarreglur
(bls. 19) hefði mátt minnast á undantekningar á undan ef.-s, svo og lengd í sam-
settum orðum, þótt erfitt sé að gefa reglur um hana.