Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 189

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 189
Ritdómar 187 hvað varðar lokhljóðin. [p, t, kj, k] eru án fráblásturstáknsins [h], og [b, d, gj; g] án afröddunarhringsins. Ég kann hálfilla við þetta, en segja má (sbr. Hreinn Bene- diktsson 1965) að þetta skipti ekki miklu, þar sem skýrt er frá fráblæstri hinna fyrrnefndu og röddunarleysi hinna síðarnefndu þegar í upphafi. Hins vegar finnst mér hæpið að láta stafsetninguna ráða hvort notað er [p, t, kj; k] eða [b, d, gj, g] á eftir samhljóði í bakstöðu, og hljóðrita (bls. 23) löng sem [löyqg], en hönk sem [höyrjk]. Yfirleitt mun þarna um sama hljóð að ræða í framburði (sjá Magnús Pétursson 1976:60), enda bendir höf. á (bls. 38) að þarna sé mjótt á munum. Fyrir hj- (Jié-) notar höf. [Xj] (í stað [Ij, 5, j] sem notuð hafa verið í íslenskum bókum) og fyrir uppgómmælt raddað önghljóð [q] eins og bæði Björn Guðfinnsson og Magnús Pétursson hafa gert. Hljóðritun sérhljóða er að mestu hefðbundin; þó er notað [5] í stað [ö] eða [œ]. Höf. hefur lagt af að hljóðrita i, e, u, ö og o sem [[], [?], [t)], [q] og [o], og er það vel. Hér verður þó að gera athugasemd varðandi tvíhljóðið au. Það er yfirleitt hljóðritað [öy], en þegar það er skrifað -ögi- er hljóðritunin [öi] (bls. 22), og þessi athugasemd fylgir: „Auch geschriebenes au erhalt den Lautwert [öi]: laugin Höi:jin] ...“ Helst virðist eiga að skilja þetta svo að uppruninn ráði þarna einhverju um mismunandi framburð, en frb. á laugin sé e. k. áhrifsbreyting. Að vísu greinir menn á um hvort seinni hluti þessa tvíhljóðs sé kringdur eða ekki; Magnús Péturs- son (1976:45) hljóðritar [öi], en segir að seinni hluti hljóðsins sé oft a. n. 1. kringd- ur. En hvað sem um það er, þá skiptir uppruni þarna ekki máli. Sambönd sérhljóðs + gi eru hljóðrituð með löngu tvíhljóði; hagi [hai:ji]; þótt það sé í samræmi við hefð, held ég að ef einhver lengd er táknuð á annað borð sé réttara að hafa hana á samhljóðinu: [haij:i]. Við hljóðlýsinguna má gera nokkrar athugasemdir. Sagt er að fyrri hluti tvíhljóðs- ins [ei] sé sama hljóð og stofnsérhljóðið í þ. geben. Mér heyrist þýska hljóðið vera greinilega lokaðra, en hef að vísu engar mælingar að styðjast við. Óvenjulegt má telja að talað er um sérstakt í-hljóð í sambandinu sj, og má það e. t. v. til sanns vegar færa fyrir þýsk eyru, þótt íslendingar taki ekki eftir því. Hitt er ekki rétt, að í kringdum /iv-framburði sé sama hljóð og í e. water, þ. e. [w] (bls. 33). Slíkur framburður heyrist, held ég, aðeins hjá þeim sem eru að reyna að koma sér upp /iv-framburði af lítilli þekkingu. Einnig er hæpið að halda því fram (bls. 26, 33) að í /iC-samböndum (hjálpa, hljóta, hnýta, hrjóta o. s. frv.) tákni [h] bara afröddun eftirfarandi samhljóðs. Magnús Pétursson telur (1976:60) að í slíkum samböndum sé samhljóðið oft raddað. Á bls. 17 er smágrein með yfirskriftinni „Silbentrennung"; þar er þó aðeins um að ræða reglur um skiptingu milli lína, en hún þarf ekki að vera sú sama og at- kvæðaskipting (sjá Kristján Árnason 1980). Þá er í kaflanum um áherslu (bls. 18) ekki gerð næg grein fyrir aukaáherslu á þriðja atkvæði; að vísu er tekið fram að hún geti komið fyrir, en líklega er hún skyldubundin undir vissum kringumstæðum (sjá grein Kristjáns Árnasonar (1983, í þessu hefti)). í sambandi við lengdarreglur (bls. 19) hefði mátt minnast á undantekningar á undan ef.-s, svo og lengd í sam- settum orðum, þótt erfitt sé að gefa reglur um hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.