Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 197
Ritdómar
195
það. Á nokkrum stöðum er drepið á notkun aukafrumlagsins það (t. d. bls. 264,
270), en þurft hefði að gera það á skipulegan hátt, þar sem sýnt væri eðli þessa
kvikindis, s. s. að það getur aðeins staðið fremst í setningu, tengsl þess við ákveðni
frumlagsins, o. s. frv. Þegar talað er um veðurfarssagnir er þess getið að með þeim
tnegi nota það eða hann (bls. 264); en gera þyrfti grein fyrir því að staða þessara
tveggja orða er mjög ólík í þessum samböndum.
I forsetningakaflanum hefði þurft að taka fyrir svonefndar agnir (particles),
sem oft líta út eins og forsetningar eða atviksorð, en hafa aðra setningafræðilega
eiginleika; nefna má dæmi eins og til í sambandinu gera til, upp í sambandinu gera
upp o. fl. Þessar agnir hvorki stjórna falli nafnliða né mynda setningarliði með
þeim, eins og forsetningar gera; en auðvelt er fyrir útlendinga að villast á þeim og
fs., t. d. í pörum eins og Jón ók niður brekkuna og Jón ók niður gömlu konuna.
Síðasta atriðið sem ég nefni er alls kyns eyðingar eða brottfall liða. Hvergi er
gerð skipuleg grein fyrir því hvenær megi sleppa setningarliðum í hliðskipun, vegna
þess að þeir hafa áður verið nefndir (tengieyðing o. þ. u. 1., sjá t. d. Jakob Jóh.
Smári 1920).
5.
Að endingu skal þess getið að frágangur á bókinni er góður; ég fann rúmlega
20 prentvillur í íslensku dæmunum, allar meinlitlar, og verður það ekki talið mikið
í svo efnismikilli bók, prentaðri erlendis. Þýsku þýðingarnar á íslensku dæmunum
athugaði ég ekki vandlega, en sýndist þær yfirleitt réttar; þó er hæpið að þýða ao.
hart bara með ‘schnell’ (bls. 95).
Þótt ég hafi gert ýmsar athugasemdir við þessa bók, bæði í heild og einstök
atriði, vil ég að endingu leggja áherslu á að hér er á ferðum geysimikið og vandað
verk, sem tekur fyrir öll helstu atriði íslensks nútímamáls og lýsir þeim vel; villur
eru sárafáar miðað við það sem réttilega er sagt, og margt tekið fyrir sem ekki
hefur áður verið lýst jafn ítarlega. Sú gagnrýni sem ég hef haft hér uppi á ekki
frekar við þessa bók en aðrar lýsingar íslensks nútímamáls, en þessi bók hefur
margt fram yfir þær flestar. Ef efnisskipan bókarinnar yrði bætt dálítið, örfáar
villur leiðréttar og nokkrum atriðum bætt við í setningafræðikaflann, yrði þetta
afbragðsbók.
HEIMILDASKRÁ
Anderson, Stephen R. 1982. Types of Dependency in Anaphors: Icelandic (and
other) Reflexives. Væntanl. í Journal of Linguistic Researcli.
Ásta Svavarsdóttir. 1982. „Þágufallssýki." Breytingar á fallnotkun í frumlagssæti
ópersónulegra setninga. íslenskt mál 4:19-62.
Baldur Jónsson. 1982. Um tvenns konar /t-framburð. íslenskt mál 4:87-115.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1983a. íslensk orðhlutafrœði. [Fjölrit.] Reykjavík.
'— • 1983b. Þágufallssýkin og fallakerfi íslensku. Skíma 6,2:3-6.
Gustavs, Owe. 1982. Entstehung und Funktion islándischer Akkusativkonstruktio-
nen bei der Práposition með ‘mit’. íslenskt mál 4:117-157.