Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 180
178
Flugur
Talva, valva og won-stofnar
0.
í síðasta hefti íslensks máls fjallar Höskuldur Þráinsson (1982) um
nefnifallstvímyndina talva. Mætti skilja orS Höskuldar þannig, að sú
mynd sé einstæð í sinni röð, nema ef sérnafnið Valva tengdist þessu,
enda bendir Höskuldur til samanburðar á nefnifallið v'ólva. Samkvæmt
þessu ætti þá þetta fyrirbæri væntanlega að vera til komið á tölvuöld.
Svo er þó í rauninni alls ekki, heldur er þetta aðeins liður í víðtækari
þróun, sem rekja má langt aftur í tímann. Er þessari flugu ætlað að gera
lauslega grein fyrir nokkrum megindráttum þeirrar þróunar.1
1.
Eins og kunnugt er myndaði Sigurður Nordal orðið tölva eftir fyrir-
mynd orðsins völva. Það orð tilheyrði í fornmáli giska fáliðuðum beyg-
ingarflokki, sem kallaður hefur verið wö«-stofnar. Honum tilheyrðu að
auki aðeins slgngva og sérnafnið Rpslcva.2 Þessi flokkur hefur áður
verið lítið eitt stærri, t. d. er ljóst af samanburði við önnur germönsk
mál að gata (gotn. gatwo) og svala (þýska Schwalbe, enska swallow) og
ótta (gotn. uhtwo) hafa eitt sinn fyllt þennan floklc.
Vegna þess að v féll alltaf niður á undan u í máli elstu handrita ís-
lenskra varð beyging þessara orða sérkennileg, að því leyti að v kom
hvergi fram nema í nefnifalli (nema ef vera skyldi í ef. ft., sem mér er
ekki kunnugt um dæmi um): slpngva — slpngu — slgngur o. s. frv. Er
stofnlægu v vart haldið niðri í jafn ríkum mæli í öðrum beygingardæm-
um fornmálsins en wön-stofnanna. Þar sem þessi orð eru nú svo fá og
ekki í hópi allra algengustu orða málsins kemur þá ekki á óvart þó þau
1 Flugunni er aðeins ætlað að vera ábending að gefnu tilefni, en ekki nein end-
anleg úttekt á viðfangsefninu. Því er hér t. d. ekki hirt um að greina frá heimildum
þegar um er að ræða óumdeildan fróðleik, sem hægt er að ganga að í handbókum.
Umfjöllun um notkun orðmynda í nýrra málinu byggist á dæmum í seðlasafni
Orðabókar Háskólans, og þakka ég þeim orðabókarmönnum og Ásgeiri Bl. Magn-
ússyni fyrir aðstoð í því sambandi, einnig fyrir aðgang að óprentuðum orðabókum
þeirra Guðmundar Ólafssonar og Jóns Ólafssonar Grunnvíkings. Sömuleiðis þakka
ég þeim Höskuldi Þráinssyni og Halldóri Ármanni Sigurðssyni þarfa hvatningu.
2 Stundum er tökuorðið frút(ya) líka sett í þennan flokk, en n-ið skapar því
orði sérstöðu og verður ekki fjallað um það hér. Rgskva er svo sjaldgæft orð að
það verður látið liggja milli hluta hér.