Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 201
Ritdómar 199
sé notað, t. d. hversdagsmál og slangur, þó að munur á þessu tvennu sé kannski á
stundum óljós.
Hér verða nefndar nokkrar athugasemdir um einstök orð, valin af handahófi,
þar sem finna má veilur í skýringum eða öðrum atriðum.
Undir orðinu abstrakt er orðasambandið han resonerar mycket (abstrakt)
°g skýrt þannig: röksemdafœrsla hans er fjarri öllum raunveruleika. Þetta er of nei-
kvæð skilgreining að mínu áliti, en nær að segja: hann hugsar mjög sértækt,
eða eitthvað í þá áttina.
dansklanning — hér hefði mátt vera orðið ballkjóll sem skýring, ekki aðeins
kvöldkjól(\).
dataterminal er kallað e k tölvustöö í bókinni, en þetta er nú oft nefnt út-
stöð.
í skýringu orðsins debattör, er sögninni hafa alveg ofaukið, en nóg að segja um
ft. debattörer þeir sem tekið hafa til máls, ræðumenn.
Við fackterm vantar íðorð sem skýringu.
Undir fakultet, fakultet n stendur skýringin n lirópmerkt og er merkt stærð-
fræði. Þetta virðist mér of sérfræðilegt í bók sem þessari.
Við fordon vantar farartæki sem skýringu.
Orðin hambo og hambopolska eru skýrð sem hambó í bókinni, og segir það
mér ekkert.
humaniora er nú orðið oft kallað mannvísindi, en það orð vantar í þýðing-
una> sem hefur húmanísk frœði, hugvísindi.
infraröd getur tæplega bæði þýtt innrauÖur og útrauður, en útrauÖur er notað
urn ultraröd í bókinni.
Orðið inföding er þýtt með innfœddur og villimaður. Síðara orðið finnst mér
fráleitt sem skýring á þessu orði á því herrans ári 1982, og er þar á ferðinni leif frá
nýlenduhugarfari fyrri alda.
kulturnamn mætti kannski kalla einu nafni mannvistanöfn, þar sem í bók-
inni er skyrt: nafn á mannvirkjum, bœjum, bújörðum, túnum o s frv; sbr artefakt-
namn, bebyggelsenamn, marknamn, naturnamn.
Eg hef kallað bebyggelsenamn búsetunafn og marknamn haganafn (Ár-
bók fornleifafélagsins 1971, bls. 100-104). naturnamn er líka eðlilegt að kalla
náttúrunafn.
missroman er skýrt „bók handa ungum stúlkum", eldhúsróman. Er ekki til
stelpubók um þess konar bókmenntir (sbr. strákabók)?
Við ortografi vantar orðið réttritun í skýringu.
Orðið skrantarna er þýtt sem ránþerna. Ég gæti ímyndað mér að það væri
ugl, en er þó ekki viss. Þarna hefði þá þurft að merkja með dýrafræði, ef það er
rett.
Við sportler stendur áður sporslur. Eru þær ekki til enn? Eða eru bara auka-
sporslurnar eftir?
Undir sputnik er ekki orðið gervitungl, aðeins gervihnöttur.
Orðið sufflé er þýtt með „súffle", og er það heldur þunnur þrettándi, nema
maður viti fyrirfram að það er e. k. búðingur.