Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 159
Athugun á kenningum Basil Bernsteins
157
Vel má vera að hin mikla beygingarhæfni íslenskunnar, ásamt þeim
fjölbreytilegu orðmyndunarmöguleikum sem hún veitir, gefi annars
konar tækifæri til ítarlegrar og skýrrar framsetningar en t. d. enska.
Þess vegna sé ekki nauðsynlegt að nota aukasetningar í jafn ríkum
mæli í íslensku og í ensku til þess að koma hugsun sinni vel til skila.
Um þetta er erfitt að dæma, en þó virðist mér þessi skýring hæpin.
Það er auðvitað vel hugsanlegt að reglur um ítarlegt málfar séu
breytilegar frá einu þjóðfélagi til annars. Ef þetta er svo, þarf að finna
nýja skilgreiningu á ítarlegu málfari fyrir íslensku í anda kenninga
Bernsteins. Ég sé reyndar ekki hvernig unnt væri að gera það öðruvísi
en hér er gert, eða á svipaðan hátt.
í þessu sambandi má þó benda á það að því hefur oft verið haldið
fram að „gott íslenskt mál“ einkenndist af mikilli notkun aðalsetn-
inga, en hlutfallslega mikil notkun aðalsetninga hefur oft verið talin
aðaleinkenni þess gullaldarmáls sem íslendingasögurnar eru ritaðar á.
Aukasetningastíll væri aftur á móti stíll þeirra sem vilja „rubba upp“
lesmáli og „vaða elginn“ (sjá Haraldur Matthíasson 1959 og Halldór
Halldórsson 1959). Ut frá þessum sjónarmiðum mætti ef til vill álykta
sem svo að „ítarlegt íslenskt málfar“ einkenndist af hlutfallslega mik-
illi notkun aðalsetninga. Ef svo væri, ætti að vera neikvæð fylgni milli
stéttar og ítarlegs málfars, og námsárangur og ítarlegs málfars í athug-
un þeirri sem hér er til umræðu. Eins og fram kemur í niðurstöðum
okkar, er þetta ekki svo. Engin fylgni, hvorki neikvæð né jákvæð,
er milli ítarlegs málfars og námsárangurs eða milli ítarlegs málfars og
stéttar.
Annars eru fræðimenn engan veginn sammála um það að „gott ís-
lenskt mál“ einkennist af mikilli notkun aðalsetninga. Halldór Hall-
dórsson (1959) hefur einmitt lagt á það áherslu hve aukasetningar
gegni mikilvægu hlutverki í íslensku — tilkoma þeirra markar að hans
dómi merkileg spor í þróun málsins. Hann bendir á að við tilkomu
aukasetninga hafi möguleikar fólks til þess að tjá hugsun sína af ná-
kvæmni vaxið verulega. Halldór segir ennfremur:
Málið með sinn takmarkaða forða af nafnorðum, lýsingarorðum
og atviksorðum sker hugsun mannsins of þröngan stakk. Þau
nægja ekki alltaf. Við eigum ekki nafnorð, lýsingarorð og atviks-
orð yfir allt það, sem samkvæmt kerfi málsins er eðlilegt að tjá
með orðum af þessari gerð. Þess vegna er gripið til annarra ráða.