Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 72
70 Kristján Árnason
það láti nærri að segja megi að þau atkvæði sem ná því að mynda
áherslufót séu þau atkvæði sem staðið geta sem fyrsta atkvæði í sér-
stæðu orði.5
3.3 Veiklun
Þar sem tvíkvæður greinir hefur tilhneigingu til þess að halda styrk
sínum gagnvart tveimur síðari atkvæðunum í þríkvæðum stofnum eins
og drottningar (hrynjandin verður 'drottningaránnar), kemur það ekki
á óvart að víxlhrynjandi er greinileg í orðum eins og bókarinnar, þar
virtist hægt að greina í sundur á neinum óháðum forsendum, þannig að gert er ráð
fyrir að um sé að ræða ólíka frumflokka af einhverju tagi. Og það væri e. t. v. hægt
að segja að það hefði lítið gildi að beita svona líttreyndum hugtökum á okkar ís-
lenska efni. Það er athyglisvert, að þær íslensku einingar sem falla í þennan flokk
eiga það sameiginlegt að þær hafa að geyma atkvæði sem staðið getur sem áherslu-
atkvæði í sjálfstæðu orði. Greinirinn -innar er að vísu búinn að missa /z-ið miðað
við sérstæða greininn hinnar, en samt sem áður stendur áhersluatkvæðið eftir. í
einkvæða greininum -nar er hins vegar bara eftir eitt atkvæði sem er áherslulaust
þegar það stendur í lausa greininum: hinar. Grundvallarspurning í þessu sambandi
er hvort ástæða er til þess að ætla að áherslufótur sé nokkuð annað en orð. Þ. e. ef
við tökum skilgreininguna sem nefnd var á bls. 69, að þetta sé lágmarkseining sem
ber áherslu, þá er spurning hvort nokkrar aðrar einingar en orð geta haft orð-
áherslu. Það kann að virðast að svarið liggi í augum uppi, einfalt sé að kalla þetta
bara orð. Þó er hugsanlegt að vissir hlutir í sambandi við tökuorð, eins og t. a. m.
1ambassa,dor, sem hefur aukaáherslu á fjórða atkvæði, rétt eins og 'höfðingja-
,vald neyði okkur til þess að hugleiða málið ögn betur. Eða getum við sagt að dor
sé orð?
5 Raunar eru hér Iátin óleyst ýmis vandamál, einkum í sambandi við greininn.
f nmgr. 4. var rætt um það hvort e. t. v. væri réttara að segja einfaldlega að áherslu-
fóturinn sé orð. Þegar einkvæður stofn greinisins bætist við orð eins og 'alma,nak
og gefur 'almatnakið fær hann ekki aukaáhersluna, en eigi að síður getur liið
staðið sem sjálfstætt orð. Annað atriði, enn sérkennilegra, er það að í orðum eins
og 'hamborgar^anna kemur aukaáherslan á fjórða atkvæðið, en ekki það þriðja.
Hér víkur sérhljóð greinisins fyrir endingarsérhljóðinu, en aukaáherslan kemur
samt á það atkvæði þar sem stofn greinisins hefði átt að standa. Það er eins og
ekki sé beint samband milli áherslumynstursins og þess hvort sérhljóð greinisins
helst eða fellur brott. Dæmi eins og slrákarnir og dósarinnar virðast sýna að það
sem máli skiptir um það hvort fyrra atkvæði greinisins helst eða fellur sé stofngerð
greinisins, hvort þar er tvöfaldur eða einfaldur samhljóði. Áherslumynstrið er hið
sama í báðum tilvikunum. Þetta sýnir að áherslumynstur og hljóðaskipun að öðru
leyti lúta ólíkum lögmálum. Hvað varðar hljóðaskipun víkur sérhljóð greinisins í
'hamborgartanna fyrir sérhljóði endingarinnar, en hvað varðar hrynjandina verður
styrkur greinisins ofan á.