Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 72

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 72
70 Kristján Árnason það láti nærri að segja megi að þau atkvæði sem ná því að mynda áherslufót séu þau atkvæði sem staðið geta sem fyrsta atkvæði í sér- stæðu orði.5 3.3 Veiklun Þar sem tvíkvæður greinir hefur tilhneigingu til þess að halda styrk sínum gagnvart tveimur síðari atkvæðunum í þríkvæðum stofnum eins og drottningar (hrynjandin verður 'drottningaránnar), kemur það ekki á óvart að víxlhrynjandi er greinileg í orðum eins og bókarinnar, þar virtist hægt að greina í sundur á neinum óháðum forsendum, þannig að gert er ráð fyrir að um sé að ræða ólíka frumflokka af einhverju tagi. Og það væri e. t. v. hægt að segja að það hefði lítið gildi að beita svona líttreyndum hugtökum á okkar ís- lenska efni. Það er athyglisvert, að þær íslensku einingar sem falla í þennan flokk eiga það sameiginlegt að þær hafa að geyma atkvæði sem staðið getur sem áherslu- atkvæði í sjálfstæðu orði. Greinirinn -innar er að vísu búinn að missa /z-ið miðað við sérstæða greininn hinnar, en samt sem áður stendur áhersluatkvæðið eftir. í einkvæða greininum -nar er hins vegar bara eftir eitt atkvæði sem er áherslulaust þegar það stendur í lausa greininum: hinar. Grundvallarspurning í þessu sambandi er hvort ástæða er til þess að ætla að áherslufótur sé nokkuð annað en orð. Þ. e. ef við tökum skilgreininguna sem nefnd var á bls. 69, að þetta sé lágmarkseining sem ber áherslu, þá er spurning hvort nokkrar aðrar einingar en orð geta haft orð- áherslu. Það kann að virðast að svarið liggi í augum uppi, einfalt sé að kalla þetta bara orð. Þó er hugsanlegt að vissir hlutir í sambandi við tökuorð, eins og t. a. m. 1ambassa,dor, sem hefur aukaáherslu á fjórða atkvæði, rétt eins og 'höfðingja- ,vald neyði okkur til þess að hugleiða málið ögn betur. Eða getum við sagt að dor sé orð? 5 Raunar eru hér Iátin óleyst ýmis vandamál, einkum í sambandi við greininn. f nmgr. 4. var rætt um það hvort e. t. v. væri réttara að segja einfaldlega að áherslu- fóturinn sé orð. Þegar einkvæður stofn greinisins bætist við orð eins og 'alma,nak og gefur 'almatnakið fær hann ekki aukaáhersluna, en eigi að síður getur liið staðið sem sjálfstætt orð. Annað atriði, enn sérkennilegra, er það að í orðum eins og 'hamborgar^anna kemur aukaáherslan á fjórða atkvæðið, en ekki það þriðja. Hér víkur sérhljóð greinisins fyrir endingarsérhljóðinu, en aukaáherslan kemur samt á það atkvæði þar sem stofn greinisins hefði átt að standa. Það er eins og ekki sé beint samband milli áherslumynstursins og þess hvort sérhljóð greinisins helst eða fellur brott. Dæmi eins og slrákarnir og dósarinnar virðast sýna að það sem máli skiptir um það hvort fyrra atkvæði greinisins helst eða fellur sé stofngerð greinisins, hvort þar er tvöfaldur eða einfaldur samhljóði. Áherslumynstrið er hið sama í báðum tilvikunum. Þetta sýnir að áherslumynstur og hljóðaskipun að öðru leyti lúta ólíkum lögmálum. Hvað varðar hljóðaskipun víkur sérhljóð greinisins í 'hamborgartanna fyrir sérhljóði endingarinnar, en hvað varðar hrynjandina verður styrkur greinisins ofan á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.