Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 43
Athugun á framburði nokkurra öræfinga
41
Geta má þess að lokum, að í yngsta aldursflokki okkar Þuríðar voru
hlutföll einhljóða og tvíhljóða, miðað við próforð, sem hér segir:
(2) Öræfi 79.55% einhljóð gegn 20.45% tvíhljóðum
Suðursveit 78.13% einhljóð gegn 21.87% tvíhljóðum
Nes 64.15% einhljóð gegn 35.85% tvíhljóðum
í Öræfum höfðu 6 blendingshljóðhafar hlutföllin 10 einhl. gegn 1
tvíhljóði. Þau 6 próforð sem þeir báru fram með tvíhljóðaframburði
voru: 3svar sinnum lagi, 2svar vegi og einu sinni hniginn.
í Suðursveit höfðu 5 hljóðhafar hlutföllin 10 einhl. gegn 1 tvíhl. Allir
sögðu „veijji“.
í Nesjum höfðu aðeins 2 hljóðhafar sömu hlutföll („hniíjjinn“,
,,veijji“).
6. hv-kv-framburður
6.1 Um afbrigði hv-framburðar
Á ferðum okkar Þuríðar þóttist ég taka eftir því, að /iv-framburður
gæti verið all-breytilegur eftir hljóðhöfum, jafnvel sveitum. Hef ég ekki
að hlustun lokinni breytt þeirri skoðun minni. Á þetta ekki einungis við
um kringinguna, sem getur verið mismunandi mikil — allt niður í það
að vera ekki nein, heldur virðist mér angarmyndunin einnig breytileg.
Hjá sumum hljóðhöfum er núningshljóðið í önginni svo greinilegt, að
ekki er um að villast að um streymihljóð9 er að ræða. Hjá öðrum
er öngin svo kröpp, að þrautþjálfað eyra þarf til að greina hljóðið frá
uppgómmæltu lokhljóði. Þetta á auðvitað sér í lagi við um blendings-
hljóðhafa, en getur vafalaust komið fyrir hjá þeim sem hafa hreinan
/zv-framburð. Þekki ég engin ráð til að greina hér á milli svo óyggj-
andi sé.
Annað atriði sem aldrei virðist hafa verið kannað til hlítar er vara-
myndunin, en hana hefur verið venja að tákna með w ofar línu til marks
um að hér sé aðeins fylgiþáttur á ferð en ekki sjálfstætt málhljóð.
Nokkrir fræðimenn hafa þó dregið í efa, að v-hljóðið á þessum stað sé
alltaf tvívaramælt. Björn M. Ólsen kemst t. d. svo að orði (1882:173):
9 Orðið streymihljóð er nýyrði og á rætur að rekja til Helga Hálfdanarsonar.
Það er þýðing á hugtakinu continuant hjá Chomsky og Halle. Sjá David Crystal
(1980) og Peter Ladefoged (1975:246).