Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 48
46
Ingóljur Pálmason
Þuríðar annars vegar og Björns hins vegar er fólginn í því að nú virðast
mun fleiri hafa blandaðan framburð en áður, en tiltölulega fáir hafa enn
alveg hreinan icv-framburð. Af Töflu 7 mátti sjá að í yngsta aldurs-
hópnum voru alls fjórir sem hafa hreinan /cv-framburð, en ef taka má
mark á athugagreinum okkar Þuríðar, virðist slíkur framburður oft eiga
rætur að rekja til áhrifa frá öðrum málsvæðum.
7. Eftirhreytur
7.1
Til að fá vitneskju um sjaldgæfan og sérkennilegan framburð notaði
Björn Guðfinnsson þá aðferð að spyrjast fyrir hjá skilríkum einstak-
lingum. í Mállýzkum I (bls. 117-126) er skrá yfir þau framburðaratriði
sem hann grennslaðist fyrir um. Eitt af þessum atriðum er raddað öng-
hljóð á undan s í orðum eins og Hofsnes og hugsa (sama rit, bls. 118).
í spjalli sínu um samtalsaðferðina kemst dr. Björn svo að orði: „Fram-
burðinum [qs] fyrir [xs] tók ég fyrst eftir í samtali við gamlan mann í
Öræfum. Ég var að spyrja hann um, hvort Skeiðará mundi vera fær, og
sagði hann þá, að hún hefði vaxið [vaqsið]“ (sama rit, bls. 133).
í texta BG til könnunar á /zv-framburði stendur þessi setning:
„Hvíldu þig í hvömmunum, þar sem hvönnin vex.“ Það var ekki fyrr
en við Þuríður komum að Hofi í Öræfum, að ég tók eftir [qs]-fram-
burðinum í lestri konu úr sveitinni, enda höfðum við ekki ætlað að
kanna hann sérstaklega. Seinna, þegar ég fór að rannsaka upptökurnar
á skipulegan hátt, komst ég að raun um að þessi framburður er býsna
útbreiddur í öræfum. í Suðursveit bregður honum líka fyrir, en þar er
röddunin veikari. Því miður get ég ekkert fullyrt um Hornafjörðinn, þar
sem orðið vex féll niður af vangá, þegar ég breytti texta BG. Mun ég nú
skýra lítillega frá athugunum mínum á þessum framburði, en þær eru
eingöngu bundnar við Hofshreppinn.
Tafla 9: Raddaður framburður önghljóða á undan s.
Orð: Hljóðhafar: Raddaður framb. [ve:qsl, [x(w)e:vsin]: Naum- eða drjúgradd- aður framb.:
hvefsin(n) 44 6 5
vex 44 11 13