Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 193
Ritdómar
191
Þar sem fjallað er um fornafnabeygingu hefði mátt draga betur fram líkindi
hennar við lýsingarorðabeygingu. Þar sem talað er um þérun (bls. 104) er ekki
kveðið nógu sterkt að orði um minnkandi notkun hennar. Einnig hefði mátt geta
um í sambandi við nokkur (bls. 111) og einhver (bls. 112) að sá greinarmunur sem
gerður hefur verið á notkun nokkurt/eitthvert annars vegar og nokkuð/eitthvaS
hins vegar er mjög á undanhaldi.
Þá er villandi að setja formin engan og öngvan o. s. frv. upp hlið við hlið; að
vísu er sagt að „Die Formen öngvan usf. gehören der Umgangssprache an, schrift-
sprachlich werden sie kaum verwendet“; en ég held að síðarnefndu formin séu líka
að hverfa úr talmáli. Þá er við hlið nf. ft. kk. hverjir sett hverir, sem alls ekki er
notað. Fornafnið manngi er ekki heldur notað í nútímamáli.
Eitthvað er höf. hikandi í afstöðu sinni til tilvísunarorðanna sem og er. Hann
segir (bls. 113): „Wie ein Relativpronomen fungiert die indeklinable Partikel sem
• ■.“ Samt talar hann t. d. um „Relativpartikeln regierende Prápositionen ...“ (bls.
113), og segir að „Sem und er stehen fiir jeden Kasus des Singulars und des Plurals“
(113). Þennan tvískinnung er ekki hægt að losna við nema viðurkenna að sem og
er séu tengingar, en ekki fornöfn, eins og Höskuldur Þráinsson (1980) hefur sýnt
fram á.
Flokkun sagna er hefðbundin; þeim er fyrst skipt í veikar sagnir og sterkar, og
veikum sögnum síðan í fjóra flokka (1., 2., 3. og 4., sem svara til ja-, ia-, e- og ö-
sagna). Sterkum sögnum er skipt í 7 flokka; í þeim sex fyrstu eru 1.-6. hljóðskipta-
röð, en í 7. flokki eru tvöföldunarsagnir. Að auki koma svo núþálegar sagnir. Til
að viðhalda tengslunum við fornmálið má líklega segja að þetta sé eðlilegt, en frá
sjónarmiði nútímamáls mætti breyta þessari flokkun talsvert. A. m. k. mætti fella
saman 2. og 3. flokk veikra sagna (heyra og þora)\ skilin þar á milli hafa ekkert
gildi í nútímamáli. Þá finnst mér eðlilegt að gera ráð fyrir að í veikum sögnum af
4. flokki (kalla) sé -a hluti stofns. Með því móti verður bæði nf. et. og bh. þeirra
reglulegur; ekki þarf að gera ráð fyrir sérstakri þátíðarendingu, -að-, ná telja það
afbrigðilegt að -a sé ekki fellt brott í boðhætti.
Flokkun sterkra sagna er alltaf vandræðamál, bæði í íslensku og öðrum germ-
önskum málum; oft eru undantekningarnar sem þó eru taldar til hvers flokks jafn
oiargar og sagnirnar sem beygjast reglulega eftir flokknum. Augljóst er að ekki
verður komist hjá alimörgum flokkum; en ég vil benda hér á athyglisverða upp-
stokkun Sigrúnar Þorgeirsdóttur (1982) á hinni hefðbundnu flokkun í nýrri B.A.-
ritgerð.
Annars held ég að best hefði verið að taka í einu lagi persónu- og töluendingar
allra veikra og sterkra sagna. Munurinn er nefnilega ótrúlega lítill, og má setja um
hann einfaldar reglur að mestu leyti (sjá Halldór Ármann Sigurðsson 1982). Að
minnsta kosti hefði verið gott að fá á einum stað yfirlit yfir endingarnar.
Ymis smáatriði má auðvitað tína til um sagnbeyginguna. Á bls. 115 er réttilega
sagt að allar nýjar sagnir séu veikar; þetta hefði mátt þrengja meira, því að nær
allar nýjar sagnir munu fara í 4. flokk veikra sagna. Þá hefði gjarna mátt gefa
reglur um það (bls. 122) hvort ending lh. þt. veikra sagna af 3. flokki er -að- eða
■ð-; þótt undantekningarlausar reglur séu ekki til, er hægt að komast þar nokkuð