Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 57
Ahersla og hrynjandi í íslenskum orðum 55
mismunandi áhersla hefur á lengd hljóða. Það virðist þó auðsætt að
sérhljóð eru mun næmari fyrir lengdarbreytingum af völdum áherslu og
talhraða en samhljóð. Þetta sést af því að í klósettið og hjólinu helst
samhljóðabyggingin nokkurn veginn óbreytt, þótt sérhljóðin hverfi. —
Reyndar hverfur aðblásturinn í klósettið, og mætti þá kannski líta á
hann að hluta sem óraddað sérhljóð.2
Annað vandamál sem tengist áherslunni er sambandið á milli orð-
áherslu og setningaráherslu. Það getur verið býsna misjafnt hversu áber-
andi orð eru í setningu eftir stöðu þeirra, og kannski aðallega eftir því
hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir framvindu samtals, sem
orðin flytja. Hægt er að leggja mismikinn „þunga“ á orð í setningu,
þannig að ólík orð geta myndað það sem kalla mætti áherslukjarna
í setningu. Oftast er það svo að síðasti liðurinn myndar þennan hljóð-
kerfislega kjarna: Siggi á rauðan GÆÐING, Strákarnir koma BRÁÐ-
UM, Stebbi er alveg að KOMA. En einnig er hægt að leggja sérstaka
aðgreiningaráherslu (e. contrastive stress) á önnur orð í setningunni,
sem þá verða áherslukjarnarnir: SIGGI á hvítan gœðing (en ekki
Stebbi), Siggi á BRÚNAN gœðing (en eklci rauðan) (sjá Höskuld Þráins-
son 1983). Það er e. t. v. einkum við þessar aðstæður sem réttlætanlegt
er að tala um að áhersla hafi eitthvert hlutverk eða merkingu, þ. e. segja
má að setningaráherslan hafi það hlutverk að gera grein fyrir „mikil-
vægi“ einstakra liða í því sem sagt er. Hins vegar er vafamál að hægt
sé að halda því fram að orðáhersla hafi nokkurt merkingarlegt hlutverk,
eða þá aðgreinandi hlutverk, eins og halda má fram um fónemin. Ekki
er hægt að búa til í íslensku nein láginarkspör þar sem áhersla greinir á
milli orða með ólíka merkingu. (Þessu er hægt að halda fram um ensk
pör eins og 'export ‘útflutningur’ og ex'port ‘flytja út’.) Miklu nær virðist
að segja sem svo að orðáhersla sé „skipulagsatriði“ innan orðsins. At-
kvæðunum er skipað þannig saman að sum eru sterkari en önnur, fyrsta
atkvæðið sterkast, þá þriðja atkvæðið, en miðatkvæðið veikast o. s. frv.
Ef við segjum að orðáhersla skilgreini innbyrðis styrkleikahlutföll
milli atkvæða í orði, getum við sagt að hlutverk hennar sé að gera grein
fyrir þeirri hrynjandi sem orðin fá þegar þau taka þátt í stærri hljóð-
2 Svipuð skoðun um mismunandi áhrif áherslu á sérhljóð og samhljóð hefur
komið fram hjá Sveini Bergsveinssyni (1944:84), en hann telur að sérhljóð lengist
meira við áherslu en samhljóð. Um áhrif setningaráherslu á hljóðlengd má vísa til
athugana Magnúsar Péturssonar (1978) og Höskuldar Þráinssonar (1983).