Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 9
Ávarpsorð
fyrsta aSaljundi Félags íslenzkra jrœða, 25. jan. 1948, vdkti dr.
Jón prófessor Jóhannesson máls á ])ví„að brýn þörfvœri á jrœði-
legu iímariti, sem flytti ritgerðir og greinar um íslenzk fræði, þar eð
þau tímarit, sem jyrir vœru, miðuðust að mestu við önnur efni,“ eins
og segir í fundargerð. Var í þessu sambandi rninnzt á hugsanlega
samvinnu við ýmsa aðila, svo sem Heimspekideild Háskólans, Sögu-
jélagið og Fornleifajélagið. Ekki varð þó úr neinum jramkvœmdum
um slíka samvinnu, og strandaði málið að sinni.
Frá upphafi var það hugmynd rnanna að þetta tímarit kœmi reglu-
lega út, hefði fasta áskrifendur og yrði að minnsta kosti öðrum
þrœði aðgengilegt almenningi. En svo sem kunnugt er, hefur ekkert
slíkt tímarit verið gefið út á íslenzku hingað til. Ritsafnið Studia
Islandica, sem Háskóli íslands gefur út og birt hefur góðar ritgerðir
um ýmsa þœtti íslenzkra frœða, sögu, bókmenntir og málfrœði, er
ekki tírnarit, lieldur safn sérritgerða, sem ojt eru of larigar og of
sérjrœðil-egar til að geta náð til almennings svo nokkru nemi. Árið
1950 hóf Sögujélag útgáfu tímarits síns, Sögu, og má segja að þá
vœri vel séð fyrir tírnariti um íslenzka sagnjrœði. SkÍRNIR, tímarit
Bókmenntafélagsins, er eðlilegri vettvangur jyrir greinar og ritgerðir
urn bókmenntaleg efni en um málfrœði. Onnur tírnarit eða ritsöfn eru
enn fjœr því að geta verið hentugur vettvangur íslenzkum málvísind-
um.
íslenzkum máljrœðingum fer stöðugt fjölgandi, bœði þeim er
brautskrást úr Háskóla íslands með sérþekkingu á íslenzkri tungu og
þeim er stunda aðra þœtti málvísinda. Þekkingu og kunnáttu þessara
manna er skylt að nota sem bezt, skapa þeim vettvang til að birta