Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 10
8
ÁRNI BÖÐVARSSON
niðurstöður rannsókna sinna eða athugana og hvetja þá á alla lund
til starja. Almenningur hér á landi hefur mikinn og lijandi áhuga á
tungu sinni, og hefur það jafnan komið skýrt í Ijós, þegar málfrœð-
ingar hafa leitað samvinnu við hann. Má þegar sjá þess drjúg merki
í söfnum Orðabókar Háskólans.
Hugmyndinni um tímarit á vegum Félags íslenzkra fræða skaut því
alltaf upp öðru hverju, og á fundi 2. marz 1959 var samþykkt að leita
samvinnu við Bókaútgáju Menningarsjóðs og kosin nefnd í málið,
dr. Halldór Halldórsson prófessor, dr. Hreinn Benediktsson prófessor
og Árni Böðvarsson cand. mag. Menntamálaráð féllst á að styðja
þessa tilraun til eflingar íslenzlcum málvísindum með því að kosta
útgáfu tímarits um íslenzka og almenna málfrœði. Var því þar með
tryggður fjárhagslegur grundvöllur, en Félag íslenzkra frœða tekur
að sér að sjá um efni, og var Hreinn Benediktsson ráðinn ritstjóri.
Tímaritið verður ritað á íslenzku að mestu leyti, en tillit til
útlendra frœðimanna krejst þess að með sumum greinum sé efnis-
útdráttur á erlendu máli, og eklci bindur ritið sig heldur við að birta
eingöngu greinar á íslenzku. Því er œtlað að jjalla urn sem flesta þœtti
íslenzkrar tungu og málvísinda almennt, hljóðjrœði, stíl- og setninga-
jræði, merkingafrœði, beygingar, útbreiðslu einstakra orða, orð-
mynda eða merkinga, málssögu, textarannsóknir og svo framvegis
eftir því sem ástœður leyja.
Útgejendur leggja sérstaka álierzlu á samstarj við frœðirnenn í
þessari grein, bœði innlenda og erlenda, svo og íslenzkukennara og
alla aðra áliugamenn, og vœnta ritgerða eða athugagreina um íslenzkt
mál, sérfrœðilegra eða almennra, sluttra eða langra eftir atvikum.
Tímaritinu er í senn ætlað að vera vettvangur fyrir sérfrœðilegar
greinar og nokkur tengiliður milli málfræðinga og almennings, og
styðja þá aðila báða til að læra af hinum.
ÁRNI BÖÐVARSSON
FORM. FÉLAGS ÍSLENZKRA FRÆÐA