Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 11
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
Um framburðinn rd, gd, fd
1.1. Framburðurinn rd, gd, jd í staS rð, gð, jð — í orðum eins og
harður, lagði og hajði — er sem kunnugt er talinn eitt af sérkennum
vestfirzkunnar. Að vísu höfðu menn haft spurnir af samskonar fram-
burði í Fljótum í Skagafirði, og þess þá stundum verið getið til, að
hann hafi borizt norður þangað fyrir samskipti hákarlamanna, vest-
firzkra og norðlenzkra, á ofanverðri öldinni sem leið.
í þessari grein nefni ég framburð þennan oft d-íramburð til
hægðarauka — og á þá við hin samkvæðu samhljóðasambönd rd,
gd og fd yfirleitt, en ekki sérstök afbrigði í framburði þeirra.
1.21. Um aldur d-framburðarins og uppruna er raunar ekkert vitað
með vissu. Hans er ekki getið í heimildum fyrr en á seinni hluta 19.
aldar, svo að mér sé kunnugt. Hvorki Guðmundur Andrésson né Jón
Ólafsson frá Grunnavík nefna hann í orðabókum sínum,1 né heldur
Jón Magnússon sýslumaður í íslenzkri málfræði, er hann samdi um
1730.2 Hann var þó Vestlendingur og fór m. a. með sýsluvöld í Dala-
sýslu og síðar Strandasýslu um nokkurt skeið. Jón frá Grunnavík var
og reyndar fæddur á Ströndum vestur og ólst þar upp í bernsku, enda
þótt hann færi síðar í fóstur til Páls lögmanns Vídalíns. Hitt er þó ef
til vill furðulegra, að Svefneyingurinn Eggert Ólafsson, sem var
kunnugur á Vestfjörðum og dvaldist þar um hríð, skuli hvergi minn-
ast á þennan framburð í ritum sínum, enda þótt hann víki þar að
ýmsum öðrum framburðartilbrigðum víðsvegar um land. Sama máli
1 Lexicon Islandicum, scriptum a Gudmundo Andreæ Islando (Havniæ
1683); Jón Olafsson írá Grunnavík, „Lexicon islandico-latinum,“ liandrit í AM
433 I—IX, fol.
2 Utgefin af Finni Jónssyni í Dcn islandslte Grammatiks Historie til o. 1800
(Det Kgl. Danske Videnskabernes Selskab. Historisk-filologiske Meddelelser.
XIX. 4; Kpbenbavn 1933).