Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 14
12
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
einnig, að sumir þar segi lcórnu [khou:mY], og á sýnilega við, að á
þessum slóðurn séu skil í framburði inilli Vestfjarða og Norðurlands.
Annars er fremur ólíklegt, að d-framburðurinn hafi nokkru sinni
verið einráður á Vestfjörðum, enda þótt hann hafi látið þar talsvert
til sín taka. Og á það þó enn frekar við það tímabil, þegar B. M.
Ólsen ferðaðist þar um. Á bernsku- og æskuárum mínum vestur í
Arnarfirði og Dýrafirði á öðrum og þriðja tug þessarar aldar, var
d-framburðurinn fremur fátíður. Hann var á undanhaldi, en kom að
vísu fyrir hjá ýmsu fólki og þá helzt í byggðarlögum eða á bæjum,
sem voru eitthvað út úr. Þetta kemur og óbeint fram hjá B. M. Ólsen,
þótt hann geti þess ekki sérstaklega. Hann nefnir t. d. framburðar-
myndina skírðagshelgar [sfrjirða%shel§far], sem hann segir að komi
fyrir þar vestra. Kunnugt er um fleiri vestfirzk framburðarfyrirbæri
af þessum toga, eins og t. d. harðagi [þarða(i)jl] fyrir bardagi,
jarðagar [farðaqar] fyrir jardagar, Herðís [herðis] fyrir Herdís,
Vigðís [viqðis] fyrir Vigdís o. s. frv. Þess háttar framburður er
naumast hugsanlegur nema á blendingssvæði, þar sem samkvæð sam-
hljóðasambönd eins og rð : rd, gð : gd og fð : fd hafa verið til hlið
við hlið — og þessi hljóðvíxlan síðan flutt inn í samsett orð eins og
bardagi, þar sem hún átti ekki heima í öndverðu.
2.12. Sérkenni og tilbrigði d-framburðarins vestfirzka voru helzt
þessi, að því er mér hefur virzt: Rd var jafnan tilbrigðalaust og
borið fram [r<J]. Af fd voru afbrigðin þessi: [v$], [[5^] og [þ<J].
Langalgengast var, að menn segðu [havcll] (hav-di), en bæði
[haP^li] og [haþ^li] (habb-di) brá þó fyrir, og kemur það heim við
það, sem dr. Björn Guðfinnsson segir um þetta atriði.G Gd var að
jafnaði borið fram [qql], [saqqli], en þó þykir mér sem ég hafi líka
heyrt framburðinn [g$], [sag^i] (sagg-di). Ekki er óhjákvæmilegt
að líta svo á, að [pd] og [q<]] hafi herzt í [þql] og [g(]] í þessum
dæmum, [haP^l] orðið [hab^ll] og [saq^i] > [sag^i]. Hér getur
verið um blöndun að ræða, því að framburðarmyndir eins og
[haþðl] (habb-ði) og [sa^ðl] (sagg-ði) hafa verið til vestra, þótt
framburður eins og [havðl] [hav^i] og [saqði] [saqdi] væri miklu
B Mállýzkur, I (Reykjavík 1946), 46.