Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 15
UM FRAMBURÐINN RD, GD, FD
13
algengari. Þá er og freistandi að líta svo á, að tvívörungsframburð-
urinn vestfirzki á / á undan d og t, [ha[3$i, ha^t1'], sé leif af fornum
framburði þessa hljóðs, og skal ég víkja nánar að því síðar.7
2.21. Um d-framburðinn vestanlands, utan Vestfjarðakjálkans,
getur B. M. Ólsen þess m. a., að hann hafi tíðkazt nokkuð í Mýra-
sýslu. Kemst hann svo að orði, að velflestir á þeim slóðum hafi sagt
[harðYr], [lagði] og [haþði], sumir [laqði] og [havðl] og þó
nokkrir [harcjyr], [laqcji] og [hav^li]. Þá getur hann þess, að fyrir
komi á þessu svæði, að lh. þt. af so. að hafa sé borinn fram með
tvívaramælLu /-i, [hapt1']. Einnig nefnir hann það, að í Hraunhreppi
í Hnappadalssýslu bregði fyrir framburðarmyndum eins og [hav<Ji]
og [laqcll], en [gjer^li] sé hins vegar sjaldgæf — flestir segi
[harðyr], [haþðl] og [lagði].
2.22. Vitneskja sú, er mér barst í sambandi við útvarpsþættina um
íslenzkt mál, er mjög í samræmi við þetta. Ymsir, og þá einkum
rosknir menn, könnuðust við d-framburðinn frá æskuárum sínum —
og þá helzt hjá gömlu fólki. A þetta einkum við um Mýrasýslu, en
einnig kunnu menn að segja frá einstökum dæmum um þennan
framburð, bæði af Snæfellsnesi, Breiðafjarðareyjum og jafnvel úr
Dalasýslu.
2.3. Þegar litið er á útbreiðslusvæði d-framburðarins vestanlands
og tiltölulega tíðni hans í Mýrasýslu, sýnist heldur ólíklegt, að hann
hafi borizt suður um Vesturland frá Vestfjörðum, enda bendir fátt
til þess, að nýjungar í framburði hafi breiðzt út þaðan fyrr á timum.
Svo er annað. Á útbreiðslusvæði d-framburðarins vestanlands hafa
jafnframt varðveitzt ýmsar gamlar orðmyndir og leifar forns fram-
burðar, sem týnzt hafa annarsstaðar. B. M. Ólsen getur t. d. um
framburðarmyndina kómu [k1'ou:mY] í Mýrasýslu, en sá fram-
burður þekkist einnig í Dalasýslu og víðar vestanlands — og auk
þess að sjálfsögðu á Vestfjörðum. Líku máli gegnir um framburðar-
myndir eins og [laqgYr] langur og fé'öijg1'] göng; þeim bregður
fyrir hér og þar á Mið-Vesturlandi, t. d. í Dalasýslu, á Snæfellsnesi
og víðar, en eru auk þess algengar á Vestfjarðakjálkanum. Tíðni d-
7 Sjá bls. 18—19.