Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 16
14
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
framburðarins á Vestfjörðum sannar ekki, að hann sé upprunninn
þar og hafi breiðzt út þaðan suður yfir, heldur einungis, að hann hafi
varðveitzt þar betur en annarsstaðar, svo sem mörg önnur gömul
einkenni í nláli, m. a. orðmynd eins og Itómu. Sýnist mér sem út-
breiðsla d-framburðarins vestanlands, sem og tvívörungsframburð-
urinn á / á undan d og t, bendi eindregið til þess, að hér sé um forna
arfleifð að ræða.
2.41. B. M. Ólsen skýrir frá því, að d-framburður tíðkist nokkuð
í Fljótum í Skagafirði; ýmsir þar segi [heir^i], [laqiji], [hav^li] og
[höv^i], en hitt sé þó algengast að bera fram [heirði], [lagfði] og
[haþði]. Þá nefnir hann og dæmi um d-framburð í Siglufirði, m. a.
orðið bragð [þraq$h]. Rosknir menn af þessum slóðum, sem ég hef
leitað til, hafa staðfest þetta. En ég hef einnig góðar og gildar heim-
ildir fyrir því, að samskonar framburðar hafi gætt talsvert áður fyrr
bæði í Ólafsfirði og Héðinsfirði. Útbreiðsla d-framburðarins og
tíðni á þessu svæði koma lítt heim við þá tilgátu, að hann sé upp
sprottinn fyrir lausleg kynni við vestfirzka hákarlamenn. Ekki er
heldur vitað, að Vestfirðingar hafi flutzt búferlum á þessar slóðir á
ofanverðri síðustu öld, svo neinu nemi, svo að þeirri skýringu á d-
framburðinum þar nyrðra er vart til að dreifa. Þess er líka að gæta,
að d-framburðurinn hefur naumast verið í háum metuin, er hér var
komið sögu, svo að það eitt hefði eflaust tálmað verulegri útbreiðslu
hans — og hefur enda átt ríkan þátt í því hversu sviplega hann hefur
horfið. Á öndverðri 20. öld er hann alveg á förum og fyrirfinnst
naumast nema hjá einstaka mönnum, helzt öldruðu fólki.
Það sætir nokkurri furðu, að einmitt á þessum slóðum virðist svo
sem framburðurinn [qð, vð] hafi unnið fyrr á og örar en annars-
staðar norðanlands. B. M. Ólsen skýrir frá því, sem fyrr getur, að
flestir hafi sagt [lagði] og [haþði] í Fljótum, er hann var þar á
ferð. Er það vafalaust rétt og kemur vel heim við þá staðreynd, að
framburðurinn [g'ð, þð] hefur verið ríkjandi þarna í nærsveitunum,
a. m. k. til skamms tíma, og hefur reyndar verið ráðandi um allt
Norðurland og víðar. Hinsvegar hefur mér verið tjáð af rosknum
mönnum og greinagóðum, að frá því laust upp úr síðustu aldamótum