Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 18
16
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
að niðurstaðan yrði [g& þ<J], en ekki [q<J, v$]. Hitt er líklegra
miklu, að d-íramburðurinn í Fljótum og Olafsfirði sé eldri en [§ð,
þð], leifar frá þeim tíma, er [qð (q$), vð (þð, v$)] réðu enn að
mestu ríkjum norðanlands.
2.5. Dr. Björn Guðfinnsson nefnir það og hefur eftir sr. Jakobi
Einarssyni á Hofi í Vopnafirði,8 að d-framburði bregði fyrir austur
á Fljótsdalshéraði; þar sé til fólk, sem segi [har^hrr], [laqiji] og
[hav^i]. Ég mundi ekki eftir þessu í svipinn, er ég var að spyrjast
fyrir um d-framburðinn eystra í útvarpsþáttunum um íslenzkt mál.
En ýmsir heimildarmenn skýrðu þá frá því, að þessa framburðar
hefði gætt á nokkrum bæjum í Hróarstungu áður fyrr. Einnig var
mér tjáð, að honum hefði brugðið fyrir í Borgarfirði (eystra) og á
fáeinum bæjum í Vopnafirði. Þá hef ég og haft spurnir af honum af
sunnanverðu Langanesi. Ekki er til þess vitað, að þeir, sem þennan
framburð höfðu þar eystra, séu aðfluttir, hvorki vestan af Fjörðum
eða úr Fljótum eða Ólafsfirði, né heldur er kunnugt, að forfeður
þeirra hinir næstu séu þaðan runnir. Eins er það ólíklegt, að þessi
dreifðu d-framburðarsvæði eystra hafi verið í nokkrum tengslum sín
á milli, á þann veg að þessi framburðareinkenni hefðu kvíslazt af
einu svæðinu til hinna á síðustu öld eða áratugum. Flest virðist hníga
að því, að d-framburðurinn hafi ekki borizt til Austurlands seint á
öldum, heldur séu þetta fremur dreifðar minjar gamals og arftekins
tungutaks.
2.61. Eg hef nú rakið flest það, sem mér er kunnugt, um útbreiðslu
og tíðni d-framburðarins víðsvegar á landinu, en vel má vera, að
margt eigi enn eftir að koma í leitirnar. Ég hef reynt að sýna fram á
það varðandi hvert einstakt svæði utan Vestfjarðakjálkans, að litlar
líkur séu til þess, að d-framburðurinn hafi borizt þangað seint á
öldum. Jafnframt hef ég vikið að ýmsum sérkennum í framburði
samhljóðasambandanna rð, gð og fð á sumum þessum svæðum, sem
virðast gefa í skyn, að íZ-framburðurinn þar sé allgamall.
2.62. En er þá hugsanlegt, að engin bein tengsl eða samband sé
8 Mállýzkur, I, 129.