Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 23
U M FRAMBURÐINN RD, GD, FD
21
þá úr um þann framburð, sem hér um ræðir. En til þess eru samt
ekki miklar líkur. Þessháttar rím hlýtur að vera mjög fátítt, þar eð
eini möguleikinn virðist sá, að rímuð séu saman í hendingum orð
með upphaflegu, samkvæðu rð, gð og fð annarsvegar og svo hins-
vegar samsett orð, þar sem fyrri liður endar á r, g eða / og hinn síð-
ari hefst á d.
4.21. Ég skal nú koma að einstökum orðmyndum, og verður þá
fyrst fyrir orðið tordýfill, en það er nafn á skordýri, bjöllutegund
einni (scarabaeus), sem stundum er líka nefnd molduxi á íslenzku.
Orðið tordýfill kemur einnig fyrir í fomu máli og í skýldum grann-
tungum, sbr. nno. og d. lordivel, fe. torðwifel o. s. frv. Leikur enginn
efi á því, að það hafði í upphafi ð í fyrri lið, enda saman sett af
torð-, sem merkir ,saur‘ eða ,óhreinindi‘, og yfill < *wifill, sem leitt
var af so. að vefa og var í skyldum málum oft notað eitt sér sem
bjölluheiti, sbr. fe. wijel og fhþ. wibel, nafn á bjöllutegund. Torð-
svarar til fe. torð, ,skítaköggull‘, og er íslenzka orðið tyrðill af því
leitt, en tyrðill merkir m. a. ,harður skítur‘ og er notað sem skammar-
yrði um lítinn og grennlulegan mann og kemur auk þess fram í
fuglaheitunum liaftyrðill og tyrðilmúli.
Elzta dæmið um orðið tordýfill er í Droplaugarsonasögu, en hún
er í Möðruvallabók, sem líklega er skrifuð einhverntíma á árabilinu
1316—50.15 Handritið greinir á milli ð og d, og er orðið tordýfill
jafnan ritað þar með ð. Skulu nú tilfærð nokkur dæmi: „Sa maðr
var a vist með honum er Þorgrimr het ok var kallaðr torðyfill“ (bls.
146) ;1G „hon s[egir] Þorgrimr torðyfill ok Asmundr foru at heyi
ut i ey“ (bls. 147); „Helgi s[egir] vit hofum veiðt torðyfil einn“
(bls. 148). Þessi dæmi sýna, að fyrri liður orðsins tordýfill hefur enn
verið borinn fram með ð á fyrri helmingi 14. aldar. Hinsvegar verð-
1B Sjá Jón Helgason, „Gauks saga Trandilssonar,“ Heidersskrijt jor Gustav
Indrebft (Bergen 1939), 96; endurprentað í RitgerSakorn og rœSustújar
(Reykjavík 1959), 104.
ie í útgáfu J. Jakobsens, AustjirSinga sögur (Samfund til Udgivelse af
gammel nordisk Litteratur, XXIX; Kpbenhavn 1902—03). Utgáfa þessi er staf-
rétt.