Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 26
24
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
burðurinn var að hverfa á viðkomandi svæði, og If og rf að ryðjast
til fullra valda á ný, en Ib, rb geymdist þó enn í fáeinum orðum, helzt
sjaldgæfum og einangruðum. En samkvæð grannhljóðasambönd eins
og Ib, rb heyrðu nú ekki lengur til hinu almenna hljóðkerfi málsins;
og þá var skipt yfir í hið algenga og skylda samhljóðasamband Ip, rp,
og [^jllþrYr] varð [^jlJþrYr]. Björn Halldórsson tilfærir líka orð-
myndina gráskarpr ,carbo aquaticus albicans4,23 og sé þar rétt með
farið, má ætla að hún sé runnin frá framburðarmyndinni gráskarbur
= gráskarfur.
A svipaðan hátt kann tortýfill að hafa orðið til úr tordýfill, þegar
rrf-framburðurinn var aldauða syðra, einkum þar sem óljós hug-
myndatengsl við so. að dýfa hafa ekki hindrað slíka hljóðþróun.
4.23. Ég skal nefna hér til viðbótar tvö orð úr orðabók Jóns frá
Grunnavík, sem gætu verið tilkomin með líkum hætti. Það eru orðin
arta ,smávarta‘ (,verruca parva1) og briktari ,sá sem er breytilegur
í háttum4 (,gestibus et moribus versabundus et variabilis'), einnig
bryktaralœti og brygtaralegur. Hugsanlegt er, að arta sé aðeins tví-
mynd af arða og hafi æxlazt af framburðarmyndinni [ar<Ja], og
briktari sé til orðinn úr [þriqrjarl] = brigðari, og hafi þetta gerzt
er rf-framburðurinn var að slokkna að fullu út á viðkomandi svæði.
En að sjálfsögðu eru þessi dæmi ærið völt og orðskýringin ekki
óumdeilanleg. Arta gæti t. d. verið blendingsmynd úr arða og varta
og orðið briktari af öðrum rótum runnið en hér var til getið. En ég
nefni þessi orð hér frekar til útlistunar á þeim kerfisbundnu hljóð-
breytingum, sem um er að ræða, en vegna hins, að skýring mín á
þeim sé með öllu örugg og ótvíræð.
5.0. Hér skal numið staðar að sinni. Reynt hefur verið í þessari
grein að færa að þvi nokkur rök, að d-framburðurinn hafi ekki borizt
af Vestfjarðakjálkanum seint á öldum til þeirra staða annarra, þar
sem heimildir eru um hann; að framburður þessi sé gamall og hafi
fyrst bært á sér á ofanverðri 14. öld, breiðzt síðan nokkuð út, en
aldrei orðið ríkjandi, hörfað svo aftur og skilið eftir sig nokkrar
23 Lexicon, I, 302.