Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 50
48
HELGI GUÐMUNDSSON
í seðlasafninu er ekki getið hver heimildin úr Árnessýslu er, en
þar segir: „Talemaaden slœla (steyta) mákana (af mákur el. máki)
bruges i Betydningen trættes, kives; men Bet. af mákur, máki, er
glemt.“
Heimild Blöndals um mákar ,lappir‘ er orðabók Björns Halldórs-
sonar (18. öld),6 en hann þekkir reyndar einnig merkinguna ,hreifi‘.
Þar segir: „Makar, vulgo mákar, m.pl. ambo pedes, begge Fpdderne.
2) manus ambæ phocarum, begge Forbenene paa Sælhunde. At
steyta makana intendere suras v. etiam distendere pedes, at stramme,
udstrække Fpdderne.11 Ritháttur Björns Halldórssonar, makar, mak-
ana, er vafalaust tilraun hans til að gera sér grein fyrir uppruna
orðsins, sbr. nafnorðið maki, flt. makar.
Auk þessara heimilda sem Blöndal hefur notað kemur orðið fyrir
í orðabók Jóns Olafssonar frá Grunnavík (18. öld):7 „Maaki m.
pleb. authoritatis, sura pedis, ut: maaka-gilldr, suras habens magnas
et crassas turgentes, et usitaté, qvi ipse sibi eas ita reddit, sed fastu,
inter ambulandum, ut vir major et robustior videatur.“
Orðabók Háskóla íslands hefur tvö dæmi úr talmáli: „Mákar —
framhreifar á sel. ASkaft.“ og „málcar = selshreifar, mjög alg.
undir Eyjafjöllum; einnig = stórar klunnal. mannshendur, fremur
niðrandi.“
Hjá Birni Halldórssyni kemur einnig fyrir mákalegur, „dicitur
scoptice inferior, qvando superiorem familiariter ut æqvalem tractat,
siger man af Spot om en af ringe Stand, som omgaaes fortroligen
med sin Overmand, som med sin Ligemand,“8 og Blöndal tilfærir
eftir Gísla Konráðssyni sögnina að máka, ,optræde hovent og be-
handle andre familiært4.0
Sennilegt er að þessi orð séu leidd af máki, mákur. Því til stuðn-
s Lexicon islandico-latino-danicum Biörnonis Haldorsonii, Vol. II (Havniæ
1814), 54.
7 „Lexicon islandico-latinum," AM 433 VII, fol.
8 Lexicon, II, 54.
9 OrSabók, 520.