Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 52
50
HELGI GUÐMUNDSSON
í skozk-gaelisku er orðið aftur á móti mág; í orðabók Dwellys er
það þýtt: „Paw. 2 Claw. 3 Ludicrous term for the hand. 4 Seal’s paw
— Argyll. 5 see mágach. 6 Soft, plump hand. Air a mhágan, on-all-
-fours“; og lýsingarorðið mágach — sjá einkum tölulið 5 — merkir:
„Having clumsy hands. 2 Having paws. 3 Creeping, crawling. 4 Be-
longing to a paw. 5 Having short legs and broad, as a cow. 6 Having
large, soft, plump hands.“14 Sama orðið kemur fyrir í írsku mág
,a paw‘, smækkunarmynd máigín ,a little paw, a chubby fist‘,15 og
miðírskt dæmi er mác ,löpp (á hundi)1.10
Nú þegar ísl. orðið máki, mákur er borið saman við m.ír. mác,
getur enginn vafi leikið á að það er tökuorð úr gaelisku.
Að mynd til er m.ír. mác: ísl. máki, mákur hliðstætt fornírsku
lám: ísl. lámi, lámur ;17 ír. á svarar til ísl. á og hvað viðvíkur sam-
hljóðunum má benda á írska mannsnafnið Cormac, sem í ísl. er Kor-
makr.
Það er athyglisvert hvað merkingar orðsins í skozk-gaelisku —
írskar heimildir eru ekki nógu ýtarlegar — og íslenzku eru líkar.
Réttara mun þó að gera ráð fyrir svipaðri merkingarþróun á báðum
stöðunum út frá merkingunni ,löpp á dýri‘ en því, að orðið hafi haft
allar þessar merkingar er það barst til íslands. Merkingarþróunin er
þá svipuð í orðunum máki, mákur og lámi, lámur. M.ír. mác er ,löpp
á dýri‘, ísl. máki, mákur er ,kálfi, löpp, hreifi, klunnaleg mannshönd1;
f.ír. lám er ,hönd, handleggur1, ísl. lámr kemur fyrir þegar í Snorra-
Eddu og merkir ,hönd‘, en í yngra máli merkir lámi, lámur ,hramm-
ur, loppa‘ og líklega einnig ,hreifi‘.18
14 Edward Dwelly, The Illustrated Gaelic-English Dictionary (Glasgow
1949), 622; Argyll er Argyllshire á Suðvestur-Skotlandi.
]r’ Patrick S. Dinneen, An Irish-English Dictionary (Dublin 1927), 695 og 697.
]BDie altirische Heldensage Táin Bó Cúalnge, herausgegeben von Emst
Windisch (Leipzig 1905), 125: 7 bái (o: ind archú) and-sain 7 a chend ar a
mácaib „und er (o: der Schlachthund) war da, sein Kopf auf seinen Pfoten.“
17 Grunnavíkur-Jón sá fyrstur að ísl. lámi, lámur væri tökuorð úr írsku, sbr.
Chr. Matras, „Lámh chearr í fproyskum máli,“ Fróðslcaparrit; Annales
socielatis scientiarum jœroensis, III (Tórshavn 1954), 64.
18 Lámum spennir leyndar krár um lægis grunna,