Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 54
52
HELGI GUÐMUNDSSON
a slitti, n., res ílaccida, et makr adj.“ Boer fylgir Sveinbirni:23
„Slyttemakr, eine tautologische zusammensetzung; slyttenn, „faul“;
makr, „leicht“, „behaglich“; die bedeutung „faul“ liegt nicht weit,
vgl. ndl. gemaklcelijk, op zijn gemak.“
Nú prenta ýmsar útgáfur slyttimákr, fyrst Kaupmannahafnarút-
gáfan 1853, án þess þó að gerð sé grein fyrir hvað -málcr sé. Jón Þor-
kelsson segir:24 „Slyltinn, sérhlífinn, latr; slyttimákr, sérhlifinn og
linr maðr; hvað -mákr merkir, er mér eigi ljóst.“ í samræmdum
texta dróttkvæðaútgáfunnar25 hefur Finnur Jónsson slyttimákr og
þýðir ,dovenknægt‘. í útgáfu hans á Lexicon poeticurn20 stendur:
„Slyttimákr, m, dpgenigt (jfr no. slolt m, ,lediggænger, dagdriver1,
Aasen).“
Eina skýringin, sem fyrir hendi er, er skýring Heggstads:2 7
„Slyttimákr m. latslaur, Sk. Jfr. nn. slott m. og n. og mákr, sidef. til
már (mase) ?“ En sá galli er á þessari skýringu — sem Heggstad
reyndar setur spurningarmerki við — að mákr í merkingunni ,máf-
ur‘ (sbr. norsku mák, máke og dönsku máge) kemur ekki fyrir í
fornri né nýrri íslenzku, nema ef vera skyldi í föðurnafninu Máks-
son; Þorgils Máksson er nefndur í Fóstbræðra sögu og Grettlu, í
handritum ýmist Márs son, Mágs son eða Máks son.28 Merkingar-
lega er þessi skýring einnig heldur ósennileg.
23 Grettis saga Ásmundarsonar, herausgegeben von R. C. Boer (Altnordische
Saga-Bibliothek, VIII; Halle 1900), 169.
24 Skýringar á vísum í Grettis sögu, samdar af Jóni Þorkelssyni (Reykjavík
1871), 19.
25 Skjaldedigtning, B, II, 469.
26 Lexicon poeticum, for0get og pány udgivet ved Finnur Jónsson (K0ben-
havn 1913—16), 519.
27 Leiv Ileggstad, Gamalnorsk ordbok (Oslo 1930), 626; á sama hátt F.
Holthausen, Vergleichendes und etymologisches Wörterbuch des altwest-
nordischen (Göttingen 1948), 190.
28 E. II. Lind, Norsk-islandska dopnamn ock fingerade namn frán medel-
tiden (Uppsala 1905—15), 757; íslenzk fornrit, VII, 88, neðanmáls; og um
Málcs son, Skjaldedigtning, A, I, 278, neðanmáls. Lind bendir og á að í
Hauksbókartexta Landnámu segir: „Iodis er atti Mak s(vn) Illuga,“ en í texta
Sturlubókar stendur „Mar“, Landnámabók (Kpbenhavn 1900), 33 og 154. —
J