Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 55
53
MÁKI, MÁKUR
Líklegra verður að telja að hér sé komið orðið mákur sem áður
var um fjallað. Orðið slytlimákr er þá sambærilegt t. d. við auk-
nefnin burlufóir (Landnáma og Grettla), bœgifótr (Landnáma og
Eyrbyggja) og sprakaleggr (Heimskringla).29 Mákr merkir ,löpp‘
eða ,loppa‘. Orðið er notað í niðrandi merkingu og slyttimákr er sá
sem hefur slyttislega limi — hæfilegt skammaryrði um ólánlegan
reiðmann.
Þessa tilgátu styður að við vitum nú fyrir víst að orðið máki,
mákur var til í íslenzku á þeim tíma sem vísur Grettlu voru ortar,30
og raunar miklu fyrr, þó að þess finnist engin dæmi á bókum, því
að hverfandi litlar líkur eru til þess að gaelisk orð hafi borizt inn í
íslenzku eftir lok landnámsaldar.
Ásvallagötu 13,
Reykjavík.
í H. S. Falk und Alf Torp, Norwegisch-danisches etymologisches IFörterbuch,
I (Heidelberg 1910), 685, segir: „Maage, anord. máki, gebildet mit k-suffix
(wie kraake) von anord. már,“ og í Jan de Vries, Altnordisches etymologisches
W'örterbuch, Lieferung 6 (Leiden 1959), 376: „Máki m. PN. vgl. nnorw.
maalce.“ Heimild þessara orðabóka um orðið máki er að ]iví er bezt verður
séð norsk frá 1398 og kemur þessu máli því ekki beint við; hún er annars
mjög vafasöm, sbr. Diplomatarium Norvegicum, I (Christiania 1849), 407, (til-
vísun hjá E. H. Lind, Norsk-islándska personbinamn jrán medeltiden (Uppsala
1920—21), 251).
29 Um slik auknefni Finnur Jónsson, „Tilnavne i den islandske Oldlittera-
tur,“ Aarbflger for nordisk Oldkyndighed og Historie, II. Række, XXII (Kjpben-
havn 1907), 219—223.
30 Ekki fyrr en á síðari helmingi 13. aldar, sbr. Jón Helgason, „Norges og
Islands digtning," Litteraturhistorie; Norge og Island (Nordisk Kultur, VIII:B;
Stockholm, Oslo og K0benhavn 1953), 144 og 165.