Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 57
HREINN BENEDIKTSSON
Nokkur dæmi um áhrifsbreytingar
í íslenzku
i
Nefnif. eint. lágur eSa lár o. s. jrv. í nútíð’armáli er önghljóðið
/g/ [q]1 fallið brott í enda orðs á eftir /ú, oú, aú/ ú, ó, á svo
og inni í orði milli þessara hljóða annars vegar og /a/ eða /u/ hins
vegar. Dæmi: súgur /súur/, þolf. súg /sú/; plógur /ploúur/, þolf.
plóg /ploú/, flt. plógar /ploúar/; þát. (við) lágurn /laúum/ o.s.frv.
Ýmsir hljóðfræðingar telja þó, að oft megi heyra meira eða minna
greinilegt [q]-hljóð í þessum samböndum. Þannig segir t. d. Jón
Ofeigsson, að [q] í þessum samböndum sé „i Reglen stumt“,2 og
Björn Guðfinnsson hljóðritar plógur svo: [phlou:qwYr > phlou:wYr
> phlou:Yr].3 Má þetta til sanns vegar færa og er eðlilegt, þegar
þess er gætt, að í öllum þessum samböndum er undanfarandi sér-
hljóð, einhljóð eða síðari hluti tvíhljóðs, hið uppmælta, nálæga [u]
og að erfitt er að draga skýr takmörk milli þess og hinnar uppgóm-
mæltu angarmyndunar.
En þó mun i mæltu máli yfirleitt ekki vera gerður greinarmunur
á þeim samböndum, þar sem upprunalega var /g/ [q] í ofannefndri
stöðu, og þeim samböndum, þar sem upprunalega var ekkert öng-
hljóð, og er það aðalatriðið. Framburður upprunalegu samband-
anna /ú, oú, aú/ -þ /g/ + /a, u, 0/4 og sambandanna /ú, oú,
1 Fónemísk hljóðritun er sett milli skástrika, en fónetísk hljóðritun í horn-
klofa. Með skáletrun orða eða hljóða er hins vegar að jafnaði átt við mynd
þeirra í rituðu máli (grafemíska mynd þeirra).
2 „Træk af moderne islandsk Lydlære," Sigfús Blöndal, Islensk-dönslc orða■
bók (Reykjavík 1920—24), XXII.
3 Mállýzkur, 1 (Reykjavík 194ó), 48.
4/0/ (= núll) táknar, að ekkert hljóð standi í viðkomandi stöðu, þ. e. að
undanfarandi fónem sé í bakstöðu.