Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 58
56
HREINN BENEDIKTSSON
aú/ + /a, u, 0/ er nú sá sami. Sést þetta t. d. af rími skálda. Þannig
rímar Einar Benediktsson saman kúgar : trúar („Kvöld í Róm,“ 5),
-skúga : gróa („Bjarkir,“ 6), drógu : bjóu („Olafsríma Grænlend-
ings,“ 46), hló : skóg : bjó („Kappsigling,“ 2), sló : plóg („Kirkju-
reiturinn,“ 7), háa : lúga („í Slútnesi,“ 5), lágum : sjáum („Minni
íslands, 1901,“ 7), bláu : lágu („Ólafsríma Grænlendings," 121),
lág : há („A Njálsbúð,“ 2); Hannes Hafstein fljúga : búa („Fuglar
í búri,“ 2), snúum : þrúgum („Sumarkveðja,“ 4), jljúg : nú („Brot
af kvæði,“ 2), gróa : móa : frjóa : skóga („Aldamótin,“ 9), skóg :
snjó („Á skógarför stúdenta,“ 3), nóg : bjó („Gamlárskveðja,“ 2),
háu : lágu („Vorvísur, 17. júní 1911,“ 1); Davíð Stefánsson skóga :
glóa : móa („Skógardraumur,“ 1), sjó : snjó : nóg („Barnið í þorp-
inu,“ 1), skóg : sló („Hjá blámönnum,“ I, 2); Guðmundur Frið-
jónsson múga : lúa („Systir mín,“ 1), nóg : snjó („Unga tíð,“ 5),
lága : gráa („Ekkjan við ána,“ 3); Stefán frá Hvítadal fró : þó : nóg
(„Líf,“ 3) o. s. frv. Og allir, sem fengizt hafa við réttritunarkennslu,
vita, bversu erfiðlega börnum gengur að læra að skrifa rétt orð eins
og dóum : drógum (þát.), háum : lágum (þáguf.) o. s. frv.
Orð eins og skó : skóg (þolf.), lá (so.) : lág (no.), sú (forn.) :
súg (no. þolf.), lóa (no.) : lóga (so.) eru borin eins fram, tvö og
tvö, /skoú/, /laú/, /sú/, /loúa/. Hefur hér því horfið merkingar-
greinandi munur hljóðasambanda, sem áður hefur verið í íslenzku.
Ekki er þess neinn kostur að rannsaka nú, hversu gömul þessi breyt-
ing er, enda er það ekki nauðsynlegt hér. En geta má þess, að Björn
K. Þórólfsson segir, að á 16. öld sé alloft ritað lúu fyrir lágu (af
liggja) o. þ. h., en hann getur þess ekki sérstaklega, hvort þetta séu
elztu dæmin.0
Fyrir kemur og, að /g/ á eftir /ú, oú, aú/ ú, ó, á falli brott í
framburði í öðrum stöðum en á undan /a, u, 0/, t. d. á undan /i/.
Dæmi: lágir /laúir/ í stað /laújir/, flt. af lágur, fljúgi /fljúi/ í stað
/fljúji/, viðth. af fljúga. Hér er þó ekki um að ræða hljóðrétt brott-
fall, á sama hátt og á undan /a, u, 0/, þar sem ótal dæmi má finna
s Um íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu
(Reykjavík 1925), XI.