Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 61
ÁH RIFSBRE YTINGAR í ÍSLENZKU
59
í nefnifalli flutzt yfir í hin föllin, þannig að stofn orðanna hefur
tvær myndir í allri beygingunni nú, bæði
/þurr/
/þurrir/ o. s. frv.
/þur/
/þurir/ o. s. frv.
/kjirr, kjurr/
/kjirrir, kjurrir/ o. s. frv.
/kjir, kjur/
/kjirir, kjurir/ o. s. frv.
Svipað er ástatt um atv. fyrr, verr. Hinar hljóðréttu myndir eru
/fir, ver/, en myndirnar /firr, verr/ hafa myndazt, eða varðveitzt,
við áhrif frá lo. fyrri, verri, þar sem stytting átti ekki að verða.
í orðum eins og lcjarr, barr hefur hins vegar hin hljóðrétta mynd
í nefnif.-þolf., nefnilega /kjar, bar/, alveg horfið, en myndirnar
/kjarr, barr/ eiga rætur sínar að rekja til áhrifsbreytingar frá
þáguf. kjarri, barri, svo og frá nefnif.-þolf. með greini, kjarrið,
barrið.
í beygingu orðsins vör hafa aftur á móti hinar hljóðréttu tvíkvæðu
myndir horfið, og stutta /r/-ið í vör < vorr breiðzt út til þeirra,
t. d. eignarf. eint. varar í stað varrar.
Nafnh. gegna eða geigna o. s. frv. Á undan /ij/, þ. e. fyrst og
fremst í þeim samböndum, sem rituð eru ng og nk, hafa uppruna-
leg stutt sérhljóð tekið breytingum í íslenzku, sum orðið að tvíhljóð-
um, en önnur lengzt. Þannig varð /e/ að /eí/, /ö/ að /öí/, en
/i, y, u, a/ lengdust, og tóku löngu sérhljóðin, sem þannig voru til
orðin, sömu breytingum og endranær (/í/ og /ý/ féllu saman, en
/á/ varð að tvíhljóði /aú/ á).10 Hljóðbreyting þessi er talin vera
frá fyrri hluta 14. aldar.11
10 1 afleiddum orðnm og samsettum lielzt þó sérliljóðið oft óbreytt vegna
áhrifa frá grundvallarorðinu, t. d. linka /ligka/ : linur /linur/, vingast : vinur,
vangá : van-. Dæmi eru þó um hljóðrétta þróun einnig í afleiddum orðum,
t. d. minnka /mírjka/, minnkun /míljkun/ : minni /minni/. Sérstöðu hafa hins
vegar orð eins og kvongast, vongóSur, þar sem /o/ í þessum orðum er komið
af /á/ og sú breyting er sennilega yngri en breytingarnar á undan /p/.
11 Sjá Jóh. L. L. Jóhannsson, 19—24; Adolf Noreen, Altislandische und
altnorwegische Grammatik (4. útg.; Halle 1923), 110.