Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 62
60
HREINN BENEDIKTSSON
í nútíðarmáli eru samhljóðasamböiidin /g, k/-j-/n/ orðin að /ij/
á undan /d, t/ og eru fallin saman við upprunalegt /n/-f-/g, k/ í
þessari stöðu: gnd og ngd, og gnt og ngt í orðum eins og rigndi,
hringdi og rignt, hringt eru borin eins fram, /riijdi/, /hrírjdi/,
/riijt/, /hríijt/. Breyting þessi mun vera gömul. Dæmi eru um öfug-
an rithátt, t. d. tegnda í stað tengda, frá fyrri hluta 14. aldar, og er
breytingin því þá um garð gengin.12
Þar sem /g, k/ -f- /n/ hafa fallið saman við upprunalegt
/n/ -j- /g, k/ og orðið að /q/ á undan /d, t/ og þetta samanfall
virðist vera jafngamalt eða eldra en breytingar stuttra sérhljóða á
undan /q/ -f- /g, k/, mætti búast við, að sams konar breytingar
hefðu einnig orðið á stuttum sérhljóðum á undan upprunalegu sam-
böndunum /g, k/ -f- /n/, er /d/ eða /t/ fór næst á eftir. Yfirleitt
hefur þó upprunalega sérhljóðið varðveitzt vegna áhrifa frá þeim
myndum, þar sem /g, k/ -}- /n/ stóðu á undan öðrum hljóðum en
/d/ eða /t/. Þannig er háttað t. d. um þát. rigndi, lýsh. rignt /riqdi/,
/riqt/, sem hafa /i/ í stað /í/ (/ríqdi, ríqt/) fyrir áhrif frá nafnh.
rigna /rigna/ o. s. frv. A sama hátt t. d. hrygndi, hrygnt /hriqdi,
hriqt/ (ekki /hríqdi, hríqt/), skygndi, skygnt /skiqdi, skiqt/ (ekki
/skíqdi, skíqt/), lygndi, lygnt /liqdi, liqt/ (ekki /líqdi, líqt/),
signdi, signt /siqdi, siqt/ (ekki /síqdi, síqt/), egndi, egnt
/eqdi, eqt/ (ekki /eíqdi, eíqt/), hegndi, hegnl /heqdi, heqt/ (ekki
/heíqdi, heíqt/) fyrir áhrif frá nafnh. hrygna /hrigna/, skygna
/skigna/, lygna /ligna/, signa /signa/, egna /egna/, hegna /hegna/
o. s. frv.; hvk. lygnt /liqt/ (ekki /líqt/), skygnt /skiqt/ (ekki
/skíqt/) fyrir áhrif frá kk. kvk. lygn /lign/, skygn /skign/ o. s. frv.
Ifins vegar hafa hinar hljóðréttu myndir varðveitzt í ýmsum
myndum af sögninni gegna og skyldum orðum. Jón Ófeigsson hljóð-
ritar no. gegnd og lo. gegndarlaus með [ci], en hvk. gegnt (forsetn.)
telur hann ýmist borið fram með [c] eða [ei]. Hins vegar hljóðritar
hann bæði þát. og lýsh. þát. af so. gegna einungis með [e].13 Stefán
12 Sja Alexander Jóhannesson, íslenzk tunga í fornöld (Reykjavík 1923—-
24), 177.
18 S. Blöndal, Orðabók, 244.