Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 63
ÁHRIFSBREYTINGAR í ÍSLENZKU
61
Einarsson hljóðritar aftur á móti þát. og lýsh. með [ei], en nafnh.
með [e]. Forsetn. gegnt hljóðritar hann einungis með [e].14 í dag-
legu tali mun þó oft inega heyra nafnh. gegna framborinn /gjeígna/,
og lo. gegninn mun og oft framborið /gjeígnin/. í þessum myndum
er /eí/ komið inn við áhrif frá þeim myndum, sem hafa /i]d, qt/
gnd, gnt.
Á sama hátt er ý /í/ í lo. sýkri orðið til. í fornu máli var sér-
hljóðið stutt í þessu orði, sykn.1 5 Hvk. sylmt varð hljóðrétt /síqt/
sýknt, og /í/ ý hefur síðan breiðzt út til annarra beygingarmynda og
einnig til afleiddu orðanna sýkna, no. og so., en myndirnar með /i/
y alveg horfið.
Eint. spegiU, fU. speigUir. Á undan framgómmælta önghljóðinu
/j/ (ritað gj, en g á undan i) hafa sérhljóð þau, er voru stutt í fornu
máli, orðið að tvíhljóðum. Upprunalegt /a/ er nú borið fram [ai]
í þessari stöðu, /o/ > [oi], /e/ > [ei], /ö/ > [öy], /i/ > [(i)i],
/u/ > [(Y)y].16 Önghljóðið /j/ er síðan fallið brott.
í beygingardæmum, þar sem upprunalega skiptust á framgóm-
mælta önghljóðið /j/ og uppgómmælt /g/, lokhljóð eða önghljóð,
mynduðust því, við brottfall /j/-s, skipti milli einhljóðs og tvíhljóðs,
og við áhrifsbreytingu hefur síðan tvíhljóðið oft færzt yfir í þær
myndir, þar sem það er ekki hljóðrétt. Dæmi: Flt. /speíglar/ speglar
(í stað /speglar/) fyrir áhrif frá eint. /speíidl/ spegill; flt. /fleígnir/
flegnir (í stað /flegnir/), /feígnir/ fegnir (í stað /fegnir/), /laígn-
14 Icelandic, 347.
18 Þetta sést t. d. greinilega af eftirfarandi vísubroti, þar sem orðið rímar við
lykill í aðalhendingu:
Heill vertu kross er kallaz
Kristz mark himins uistar
lýds of lekniss dauda
lýkill mankýne syknu.
(„Líknarbraut," 31, Finnur Jónsson, Den norsk-islandske Skjaldedigtning
(Kóbenhavn og Kristiania 1912—15), A, II, 156; B, II, 168). Smbr. einnig á
gotn. swikns, fornensku (no.) (ge-)swicn.
10Tvíhljóðin [ti] og [vy] verða oft að einhljóðum, ti] og [y].