Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 65
ÁHRIFSBREYTINGAR í ÍSLENZKU
63
breytingu, lieldur einhljóSið /í/. Tvíhljóðið [ii] er ekki sérstakt
íónem í íslenzku, heldur aðeins allófónn (afbrigði) af /í/. Uppruna-
legt stutt og langt /i/ hafa fallið saman í þessari stöðu, þannig að
t. d. orðmyndirnar stigi (þát. viðth.) og stígi (nút. viðth.) eru nú
bornar eins fram (eru hómófónar), /stíi/, nema auðvitað í þeim
héröðum, þar sem þessi tvíhljóðsmyndun hefur ekki orðið. A sama
hátl leiddi þessi hljóðbreyting til, að horfið hefur merkingargrein-
andi munur milli orðmynda eins og degi og deyi, lögin og laugin,
sem nú eru hómófónar, /deíi/ og /löíin/, og daginn og bœinn, sem
nú ríma saman, /daíin/ : /baíin/. Tvíhljóðsmyndun /o/ og /u/
leiddi hins vegar ekki til neins samanfalls af þessu tæi.
II
Annars eðlis en þær áhrifsbreytingar, er nú hafa verið raktar,
virðast þær breytingar vera, er Stefán Einarsson kallar „kerfisbundn-
ar áhrifshljóðbreytingar".18 Gleggsta dæmið um þessar breytingar
er, þegar samsett orð í daglegu tali dragast inn í flokk ósamsettra
orða og breytast í samræmi við það. Stefán telur, að ástæðan fyrir
tilhneigingu samsettra orða til að laga sig eftir ósamsettum orðum
sé hin margfalda tíðni hinna síðarnefndu miðað við hin fyrrnefndu.
Það er án efa rétt, að tíðnin hefur hér mikið að segja, en þar kemur
þó fleira til greina.
í ósamsettum orðum í íslenzku er skarpur greinarmunur gerður á
fyrsta atkvæði og hinum atkvæðunum. Er þar fyrst að nefna, að
fyrsta atkvæði ber að öllum jafnaði áherzlu, standi orðið ekki í
áherzlulausri stöðu í setningu, en hin atkvæðin eru áherzlulaus, nema
hvað létt aukaáherzla hvílir á þriðja atkvæði (frá byrjun orðsins) og
er þannig háð aðaláherzlunni. Þá er lengdarmunur hljóða merk-
ingargreinandi aðeins í fyrsta atkvæði, þ. e. áherzluatkvæðinu
(smbr. t. d. koina : komma, hatur : hattur), en í áherzlulausum
atkvæðum eru öll hljóð yfirleitt stutt, nema í enda orðs, en í þeirri
18 Um kerfisbundnar hljóShrcytingar í íslenzku (Reykjavík), 7.