Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 68
66
HREINN BENEDIKTSSON
ur/.22 Ennfremur má nefna /ammaún/ ['amiaun] í stað /av-maún/
['av• ,mau:n] ajmán, /rammagn/ ['ram:agn] í stað /rav-magn/
['rav-,ma§n] rafmagn, /abbragð/ ['aþiraqð] í stað /av-bragð/
['av.braqð] ajbragð, /skribborð/ ['skriljiorð] í stað /skriv-borð/
['skriv-,borð] skrifborð. í þessum orðum hverfur aukaáherzla, er
þau dragast inn í flokk ósamsettra orða, enda eru þau öll tvíkvæð, en
ósamsett orð af því tæi hafa ekki aukaáherzlu.
í eftirfarandi dæmum hefur átt sér stað sams konar lengdarbreyt-
ing og áherzlutilfærsla og í orðum eins og miðdagur /middagur/, en
samhljóðin eru samt óbreytt, svo að ekki getur verið um tillíkingu að
ræða i þessum dæmum: /atvina/ ['a:thvi,na] í stað /at-vinna/
['a:th,vin:a] atvinna, /öíðvitað/ ['öyð-vi,thað] í stað /öið-vitað/
[ 'öyð • ,vl :thað] auðvitað.
Sérstaklega athyglisverðar eru sérhljóðabreytingarnar t. d. í
/oúskup/ ['ouskyp] eða jafnvel /oúsku/ ['ousky] í stað /oú-sköp/
['ou:,skö:ph] ósköp, /oúmug-legur/ ['ou:mYg,leqYr] eða jafnvel
/oúmulegur/ ['ou:mY,leqYr] í stað /oú-inögu-legur/ ['ou:,mö:qY-
,lc:qyr] ómögulegur,~'A /alminlegur/ ['almin,lcqYr] eða /almileg-
ur/ ['almi.leqYr] í stað /al-menni-legur/ ['al* ,mcn:i,le:qYr]
22 Próf. Ilalldór Halldórsson kveðst liafa dæmi um framburðinn /middalur/
fyrir /mið-dalur/ Miðdalur hjá gömlu fólki f Árnessýslu.
23 Smbr. tvímyndir eins og t. d. nauðulega : nauðuglega (áhrif frá nauðug-
ur), höstulega : höstuglega (áhrif frá höstugur), kröjtulega : kröjluglega (áhrif
frá kröftugur). Myndirnar án /g/-s eru hljóðréttar, en liinar eru til orðnar, eða
varðveittar, vegna áhrifa frá lýsingarorðunum, er enda á -ugur, en af þeim eru
orðin, er enda á -leg-, eflaust leidd. Ekki einungis breytingin /ö/ > /u/ í
ómögulegur, heldur einnig brottfall /g/-s í því orði og öðrum, sem nefnd eru
hér að ofan, er án efa kerfisbundin áhrifshljóðbreyting af þeirri tegund, sem
hér er rætt um. Ef ekkert lýsingarorð með viðskeytinu -ug- er til, er að jafnaði
ekki horið fram /g/ á undan viðskeytinu -leg-, smbr. t. d. hörmulegur, mátu-
legur, iðulegur. Þó eru dæmi um, að í orðum, sem enda á -leg-, en eru ekki
leidd af orðum með viðskeytinu -ug-, sé borið fram /g/ í þessari stöðu, t. d.
reiðuglega : reiðulega, rikuglega : ríkulega. Sjá nánar um þetta efni Axel
Kock, „Ett par ordbildningsspörsmál i fornnordiska sprák,“ Arkiv jör nordisk
jilologi, XXI (1905), 108—112; Noreen, 216; Oskar Bandle, Die Sprache der
Guðbrandsbiblía (Bibliothcca Arnamagnæana, XVII; Hafniæ 1956), 132—134.