Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 69
ÁHRIFSBREYTINGAR í ÍSLENZKU
67
almeimilegur. SérhljóSin /u/ og /i/ eru miklu algengari í áherzlu-
lausum atkvæðum ósamsettra orða en /ö/ og /e/, og er samsett orð
dragast inn í ílokk ósamsettra, breytast því áherzlulaus sérhljóð
þeirra í samræmi við það.
Annað dæmi um kerfisbundnar áhrifshljóðbreytingar er, þegar
tökuorð laga sig eftir hljóðkerfi þeirrar tungu, sem tekur þau að láni.
Þannig verður t. d. amerísk-enska orðið shop í íslenzku /sjoppa/
[sjohpa]. í enska orðinu er sérhljóðið stutt og verður það einnig í
íslenzku. Á eftir stuttu áherzlusérhljóði kemur hins vegar í islenzku
alltaf langt samhljóð (eða tvö eða fleiri samhljóð), og þvi er /p/
langt (þ. e. aðblásið) í sjoppa, þó að í shop sé það stutt og sé í sjálfu
sér líkara íslenzku /p/ í lap en í topp. /s/-hljóðið (sh) er heldur
ekki til í íslenzku, en í stað þess kemur það samhljóðasamband, sem
er því líkast í framburði, /sj/.
Stefán Einarsson getur þess, að soda verði í máli þeirra, sem ekki
hafa [d] á eftir löngu áherzlusérhljóði, að sóti [sou:thl].24
III
Eðlismunur þessara kerfisbundnu áhrifsbreytinga og þeirra áhrifs-
breytinga, sem raktar voru í fyrsta hluta þessarar greinar, er þó
minni en í fyrstu kann að viröast. Þegar nefnif. /laúur/ lágur, flt.
/laújir/ lágir, hvk. /laúgt/ lágt, eignarf. flt. /laúgra/ lágra verður
/laúr, laúir, laútt, laúrra/, er líka um kerfisbundna áhrifsbreytingu
að ræða. Það, sem einkennir beygingu lýsingarorða (í frumstigi),
eru hinar sérstöku beygingarendingar. Stofninn er hins vegar, í yfir-
gnæfandi meirihluta lýsingarorða, einn og hinn sami gegnum alla
beyginguna. í hljóðréttri beygingu orðsins lágur eru stofnmyndirnar
hins vegar tvær, /laú/- og /laúj/-.25 Hljóðrétt beyging þessa orðs
brýtur því, að því er mynd stofnsins snertir, i bág við beygingarkerfi
24 Hljóðbreytingar, 7.
25 MeS hliðarmyndina /laúg/- (llauql-, llauxl-) á undan samhljóðum. Þess
ber að gæta, að munurinn á stofnmyndunum /laúj/- og /laúg/- (Hauq]-,
flauxj -) cr allt annars eðlis en munurinn á /laú/- og /laúj/-. Munurinn á