Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 71
ÁHRIFSBREYTINGAR í ÍSLENZKU
69
hvorki af því, að endingarnar -/ur/ og -/t/ séu óvenjulegar í beyg-
ingu lýsingarorða (miklu fleiri lýsingarorð hafa þessar endingar en
-/r/ og -/tt/), né er hér um venjulega hljóðbreytingu eða (kerfis-
bundna) áhrifshljóðbreytingu að ræða (sams konar hljóðasambönd
og í /laúur, laúgt/ eru mjög algeng), heldur stafar hún einungis af
því, að sá beygingarflokkur lýsingarorða, sem einna næst stendur
orðinu lágur, um stofnmynd og beygingu, sem sé blár o. s. frv., hefur
endingarnar -/r/ og -/tt/.
A sama hátt og beyging orðsins lágur hefur tilhneigingu til að
samræmast beygingu venjulegra einstofna lýsingarorða, hafa lang-
flest lýsingarorð, sem upprunalega voru ja- eða lea-stofnar, breytzt
og beygjast nú sem venjulegir samhljóðastofnar (upprunalegir a-
stofnar). Þannig beygjast nú t. d. sekur og glöggur, í talmáli að
minnsta kosti, yfirleitt sem venjulegir samhljóðastofnar, þolf. sekan,
glöggan, ekki sekjan, glöggvan. í stað stofnmyndanna tveggja
sek-/sekj- og glögg-/glöggv- hafa þessi lýsingarorð nú aðeins einn
stofn, sek-, glögg-, vegna áhrifsbreytingar frá upprunalegum a-stofn-
um, t. d. gul-ur, þolf. gul-an. Það er aðeins mið-ur, sem enn heldur
hinni upprunalegu /-beygingu, þolf. miðj-an.
Munurinn á þeim áhrifsbreytingum, sem raktar voru í fyrsta þætti
þessarar greinar, og þeim, sem um var rætt í öðrurn hluta, er því ekki
sá, að hinar síðarnefndu séu kerfisbundnar, en hinar fyrrnefndu ekki.
Allar þessar áhrifsbreytingar eru kerfisbundnar. Munurinn er aðeins
sá, að hinar siðarnefndu eru fónemískar áhrifsbreytingar, en hinar
fyrrnefndu morfemískar (myndfræðilegar, beygingafræðilegar)
áhrifsbreytingar.
Heppilegra væri kannske að kalla þessar breytingar kerfisbundnar
áhriisummyndanir heldur en áhrifsbreytingar, því að það, sem gerzt
hefur, er eiginlega ekki aðeins, að nefnif. flt. /laújir/ verði /laúir/
o. s. frv., heldur hefur í beygingunni sem heild átt sér stað kerfis-
bundin ummyndun við áhrif frá reglulegri beygingardæmum. Á
sama hátt, er /mið-dagur/ verður /middagur/, hefur átt sér stað
ummyndun í fónemískri uppbyggingu orðsins, ummyndun, sem
lmndin er við og takmarkast af þeim hljóðasamböndum, sem fyrir