Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 72
70
HREINN BENEDIKTSSON
koma í ósamsettum orðum, þ. e. af fónemkerfinu og uppbyggingu
þess.
Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort yfirleitt séu til áhrifsbreyt-
ingar, sem ekki séu kerfisbundnar. Svarið við þeirri spurningu er að
nokkru leyti skilgreiningaratriði. Annars vegar er auðvitað hægt að
einskorða orðið „áhrifsbreyting“ við þær breytingar, sem eru kerfis-
bundnar, en á hinn bóginn er ekki vafi á, að til eru breytingar, sem
kallaðar hafa verið áhrifsbreytingar, en eru þó naumast kerfisbundn-
ar. Sem dæmi má nefna, er hvk. þetta verður þettað fyrir áhrif frá
það, hvað, eða þegar efsta stig hœstur verður hœðstur fyrir áhrif frá
no. hœð. Ef til vill væri heppilegra að hafa sérstakt orð yfir þessar
breytingar og kalla þær t. d. aðlögunarbreytingar. En einnig mætti
halda orðinu áhri/sbreyting til að tákna þessar breytingar, en kalla
þær breytingar, sem eru kerfisbundnar, áhrijsummyndanir.20
Iláskála íslands,
Reykjavík.
2,1 Sams konar breytingu á fagheilum hefur einnig verið slungið upp á á er-
lendum málum. Þannig nota ýmsir málfræðingar, er rita á enska tungu, orðin
„analogical transformation“ eða „analogical levelling“ í stað „analogical
change". Þann mun, sem stungið er upp á í fyrri tillögunni, mætti einnig fá
fram á erlendum málum, t. d. á ensku með orðunum „assimilative change“ :
„analogical change".