Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 75
SAGA ÍSLENZKRAR STAFS ET N IN GAR
73
að vonum, að þau eru oft mjög ónóg til leiðbeiningar við
lesturinn. Þeim sem ekki hefur aðra texta til samanburðar
getur sumsstaðar orðið hrein ráðgáta, hvort setningu á heldur
að lesa saman við það sem á undan fer eða eftir.
í NT er ekki gerður greinarmunur á i og í,o ogó og sjaldan á a og
á eða u og ú, og sérhljóð með broddi koma alls ekki fyrir. Greinar-
munur á a og á, u og ú er gerður ineð tvöföldun; aa, samtengt eða
aðskilið, = á og w = ú, u. Ekki er þetta þó almennt gert í NT, en
verður algengt síðar á öldinni, t. d. í Guðbrandsbiblíu.
Fornt langt e, þ. e. é, er venjulegast ritað ie í NT.
Næstum alltaf er ritað ei á undan ng, en ekki e: leingd, einglar
o. s. frv. Einnig er ritað ei á undan gi: seigia, deigi, þó að undan-
tekningar komi fyrir.
í NT táknar y bæði y og ý. „Því er ekki ruglað saman við i,“ segir
Jón Helgason (24. bls.), „og er auðsjeð að Oddur hefur yfirleitt
kunnað fulla grein þessara hljóða úr töluðu máli.“
Venjulega er ö-hljóðið táknað með o í NT, en stundum með au.
Danska ö-ið, 0, kemur aldrei fyrir, og er það í samræmi við handrit.
Var 0 fyrst notað í prentuðum hókum síðar á sömu öld.
í NT er d notað bæði fyrir d og ð, enda var ð fyrir löngu horfið
úr handritum. Tvöfalt k er næstum alltaf ritað ck. Héldust þessi tvö
síðustu stafsetningaratriði undantekningarlítið allt fram á 19. öld.
Margt fleira mætti nefna um stafsetningu þessarar elztu prentuðu
hókar á íslenzku, en flest af því skiptir ekki miklu máli í þessu sam-
bandi. Þó er rétt að víkja enn að fáeinum atriðum.
í NT er venjulega ritað p á undan t, nema / komi fram í öðrum
myndum orðsins. Samt er þetta nokkuð á reiki, og nefnir Jón Helga-
son ýmis dæmi um það (41.—42. bls.). Venjulegast er endingin -ur
rituð -r, og skiptir þar engu, hvort að fornu var -r eða -ur, -urr.
í NT er z allmikið notuð og þá oft í staðinn fyrir s, t. d. á eftir
d eða t; bordz, brotz o. s. frv., en mjög sjaldan fyrir tannhljóð + s.
Ekki virðist nein ákveðin regla gilda um rithátt z, enda hefur hún
vafalaust verið borin fram sem s eins og í nútiðarmáli.
Guðhrandur biskup Þorláksson á Hólum var mikilvirkur hóka-