Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 78
76
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Nokkuð rækilegur kafli er uin j, og nefnir Jón þar sömu atriði til
leiðbeiningar um ritun þess og enn er gert við stafsetningarkennslu í
skólum.
Svo sem áður er minnzt á, var ritsmíð Jóns frá Grunnavík lítt
kunn, enda mun sá, er næstur skrifaði um íslenzka stafsetningu, ekki
hafa vitað nein deili á henni. Sá maður var Eggert Ólafsson vara-
lögmaður. Er þá rétt að fara nokkrum orðum um stafsetningu hans.
Eggert samdi rit um stafsetningu skömmu eftir 1760, og barst það
um landið í uppskriftum. Komu áhrif þess víða í ljós á síðari hluta
18. aldar, t. d. hjá Olaviusi og í bókum frá Hrappseyjarprentsmiðj-
unni.
Eggert tekur upp brodduðu sérhljóðana á, í, ó og er andvígur því
að nota tvöfaldan sérhljóða, eins og þá var gert í Hólabókum. Ekki
vill hann skrifa nafnorð með stórum staf, svo sem þá var almennt.
Hann ræður til að rita e fyrir ie, þar sem haft er é í núgildandi staf-
setningu. Þó gerir hann undantekningar á, t. a. m. í orðunum miel
og hiela.
Skýran mun gerir Eggert á i og j, en ritháttur þessara stafa hafði
mjög verið á reiki í hókum frá því snemma á 17. öld. Eins vill hann
greina í sundur tvenns konar œ eftir uppruna. Hann ritar z fyrir st
í miðmynd sagna, eins ck og qv fyrir kk og kv og venjulegast pt
fyrir ft. Svo hefur hann e í endingum orða og skrifar manne, eins og
lengi hafði tíðkazt.
Ýmislegt fleira mætti taka fram um stafsetningu Eggerts Ólafsson-
ar, þótt það verði ekki gert hér. Vil ég einungis benda þeim lesend-
um, sem hug hefðu á að kynnast henni nánar, á kafla um Réttritabók
hans í riti Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra um Eggert Ólafs-
son.n
Eins og áður er að vikið, notar Olavius svipaða stafsetningu á rit-
um sínum og Eggert Ólafsson. Þó fer hann með tvennt á sama hátt
og gert er nú á dögum. Hann hefur alltaf i í endingum orða og kk
fyrir ck. Hins vegar er farið eftir Eggerti að þessu leyti í Hrapps-
eyjarbókum, enda er stafsetning þeirra mjög á reiki, þótt i aðalatrið-
•’Eggert Ólafsson (Reykjavík 1926), 147.—174. bls.