Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 80
78 JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
reglur, sem séra Jóhannes L. L. Jóhannsson birti í grein í Skólablað-
inu 1921—22.6
Rask ritar é fyrir fornt é (þ. e. langt), þar sem nú er borið fram
je. Hér var venjulega ritað ie um alla miðöld og lengur. Hann ritaði
þess vegna vér, þér, léi o. s. frv.
Rask ritar breiða sérhljóða á undan ng og nk, t. d. Ikngur, þraung,
dreingur o. s. frv. í samræmi við almennan framburð og einnig venju
um alla miðöld.
Rask setur þá reglu, að rita skuli aðeins g og k á undan sérhljóðum
eins og e, i, œ o. s. frv. samkvæmt fornri venju, en ekki gj og kj eftir
framburði, eins og lengstum hafði verið gert. Þess vegna eigi menn
að skrifa gefa, en ekki gjefa, kœr, en ekki kjœr, svo að dæmi séu
nefnd. Rita skal y, ý, ey samkvæmt uppruna og fornu máli, en ekki
i, í og ei eftir framburði. Taldi Rask nauðsynlegt að geta þannig
greint í sundur mörg orð, sem féllu annars saman í riti og gætu vald-
ið misskilningi. Má þar nefna orð eins og list ,kunst‘ : lyst ,girnd‘;
bíð (af bíða): býð (af bjóða) o. s. frv.
Rask notar alls staðar z inni í orðum til þess að tákna samdrátt úr
ðs, ds og ts, þar sem borið er fram s.
Hann lætur ð samlagast eftirfarandi t, t. d. glatt (af glaður), en
lætur dd á undan t verða dt, t. d. hrœdt (af hræddur).
Rask vill láta rita -r fyrir -ur í niðurlagi orða og fer þar eftir
fornri venju, t. d. maðr, tekr o. s. frv. Sú undantekning skyldi þó
gerð að rila -ur í þeim orðum, sem hafa ö í stofni, eða þar sem eignar-
fall endar á -ar, t. d. göltur, fótur, viður o. s. frv.
í viðskeytum lýsingarorða og atviksorða vill Rask rita -ligr og
•liga í stað -legur og -lega, og er það einnig eftir gamalli venju.
Rask tekur upp hið forna ð eftir eðlilegum framburði og hættir
enn fremur að skrifa c og q í íslenzkum orðum, en það hafði verið
ríkjandi ritháttur allt frá fornöld.
Rask vill gera mun á nn og n í lok Ivíkvæðra lýsingarorða og skrifa
l. d. heppinn rnaður, en heppin kona.
(i Söguleg lýsing íslenzkrar réttritunar rámt ImndraS ára síðustu. Eftir Jó-
hannes L. L. Jóhannsson. (Sérprent úr Skólahlaðinu; Reykjavík 1922).