Íslenzk tunga - 01.01.1959, Qupperneq 83
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
81
hjá Konráði, og óhætt er að fullyrða, að enginn málfræðingur kýs
nú þessa grein Konráðs Gíslasonar úr Fjölni. Þar er fjallað um mörg
atriði íslenzks framburðar, sem fram að þeim tíma hafði lítið eða
alls ekkert verið sinnt.
í desemberhefti Sunnanpóstsins 1836 kom fram snörp gagnrýni á
stafsetningu Konráðs, og er greinin nafnlaus.11 Björn M. Ólsen hefur
það eftir fróðum mönnum, að höfundur hafi verið hinn lærði mál-
fræðingur og rektor Bessastaðaskóla, Sveinbjörn Egilsson.10 Þó
segir Björn, að orðalag greinarinnar sé að sumu leyti líkara útgef-
anda Sunnanpóstsins, Árna Helgasyni, stiftprófasti í Görðum. Er
langsennilegast, að þeir hafi báðir átt drjúgan þátt í gagnrýni þess-
ari, enda getur dulnefnið Árnabjörn beinlínis bent til þeirra beggja.
Rétt er að nefna nokkur atriði úr þessari grein.
Höfundi lízt ekki á það sjónarmið Konráðs að láta framburð
manna ráða stafsetningunni, þar sem hann sé ekki alls staðar hinn
sami á landinu. í þessu sambandi kemur hann með skemmtilega
athugasemd um íslenzkan framburð. Hann segir (179.—-180. bls.):
Nordlendíngurinn mælti þá með pllum rétti stafa og skrifa:
kvað, kv0rnin, kvalir, fyrir: hvað, hvf)rnin, hvalir; Vestan-
mennirnir: langur, gangur, eða lœngur, gœngur, fyrir: lángur,
gángur, vángur,iJ fyrir: vœngur, sáng11 fyrir: sœng, og ann-
ad þvílíkt.
Höfundur ræðir svo uin það, að menn skynji oft framburð ýmissa
hljóða misjafnlega og þá geti komið upp alls konar hrærigrautur, ef
hver fari að skrifa eftir eigin hljóðskynjun. Síðan segir hann (181.
hls.):
Þessi umtalada „einkaregla“ er því, ad minni einfpldu mein-
íngu, fyrsti grundvpllur til Babels byggingar hér í landi, og
fullkomin tilraun ad myrda mál þad, sem leíngi med sóma og
0 „Árnabj0rn og Jeg,“ Sunnanpósturinn, II (1836), 177.—185. bls.
10 „Um stafsetning. Firirlestur, fluttur í „hinu íslenska kennarafjelagi“,“
Tímarit um uppeldi og menntamál, II (1889), 6. bls.
11 Hér á höf. vafalaust við orðmyndirnar vangur og sang, enda er það hinn
vestfirzki framburður.
ÍSLENZK TUNCA 6