Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 84
82
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
heidri lifad hefir og lifir enn, í munni og ritum flestra Islend-
ínga, sem ekki þykir sér sóma, ad taka inn í bókmálid hvert
latmæli og b0gumæli, sem múginn brúkar í daglegu tali.
Höfundur viðurkennir, að bæði stafsetning sin og annarra geti
þurft leiðréttingar við, en hann vill þá, að sú leiðrétting fari eftir
(181. bls.)
reglum, sem leiddar séu af málsins eigin edli og byggíngu, ord-
anna ætterni, sambandi og adgreiníngu, þó med allri m0gu-
legri, enn skynsamlegri hlífd vid ritvenjuna, en byggist ekki á
ólíku túngutaki margra þúsunda af 0ldum og óbornum.
Árnabjörn minnist svo á það álit, sem íslenzk tunga sé í með öðr-
um þjóðum og segir m. a. (182. bls.):
Enn hv0rnin fara mundi um þenna heidur þjóðarinnar, ef
útlendir færu ad bera saman rit, sem stafsett væri eptir reglum
h0fundsins, vid ritgj0rdir forfedra vorra, er 0llum audsært.
Líkínguna mundu þeir, sem von væri, finna sáralitla í útvortis
útliti málsins, og samanburdurinn yrdi 0llum til mínkunar,
ekki síst h0fundinum, sem makligt væri.
Loks dregur Árnabjörn stórlega í efa, að auðveldara yrði að
kenna börnum að kveða að orðum eins og keisari, mœlti, geip, þótt
þau væru stafsett kjeísari, maílti, gjeíp eftir framburði, og veit af
eigin reynslu, „ad b0rnum verdur ei vandara fyrir ad kveda ad mér,
þér, sér, enn ad mjer, þjer, sjer, og 0dru þvílíku" (182.—183. bls.).
Þessum andmælum Árnabjarnar svaraði Konráð Gíslason svo í
Fjölni árið eftir, 1837, og ver þar framburðarsjónarmið sitt með
ýmsum dæmum.12 Er óþarft að fjölyrða frekar um þessa grein hér.
Segja má, að undarlegrar ósamkvæmni gæti í stafsetningu þeirra
Fjölnismanna, úr því að þeir fara eftir framburði. Þeir rita tvöfaldan
samhljóða næst á undan öðrum samhljóða og fara þar eftir uppruna,
en ekki framburði. Eins afnam Konráð með öllu úr réttritun sinni
y, þar sem það væri dautt hljóð í málinu, og setti i í staðinn. Hins
vegar hélt hann viða í z eftir uppruna, enda þótt hljóðgildi hennar
12 „Þáttur um stafsetníng. 2. Svar til Árna-bjarnar,“ Fjölnir, III (1837),
5,—18. bls.