Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 85
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
83
væri löngu horfið úr framburði manna. Vera má, að þetta hafi með-
fram stafað af því, að Konráð vildi fara sér hægt í fyrstu, enda færði
hann stafsetningu þriðja árgangs Fjölnis enn nær framburði.
Til fróðleiks eru hér nokkur sýnishorn af stafsetningu Konráðs,
tekin á víð og dreif úr þriðja árgangi Fjölnis (1837):
Hann var þrígjiptur ... og var hin síðasta kona hans komin
undir segstugt þegar hann ljezt. . . Siðir sjera Þorvaldar stuðl-
uðu mjög til þess, að auka ávögstu kjennínga hans og ebla
siðgjæði sóknarbarnanna. . .. Þó komnar væru vetrarhörkur
og snjór, enn dagur sem stitztur. . .. „Adalreglur venjunnar“
gjeta verið rángar; og þá er skjildt að hrinda þeím, ef verður,
enn koma á framfæri öðru sem rjettara er — hvað sem rugl-
íngjinum líður; því það verður ekkji í allt sjeð.
Ekki var stafsetning Konráðs Gíslasonar tekin upp af öðrum en
Fjölnismönnum, enda voru dagar hennar brátt taldir.
Þegar Ný jélagsrit hófu göngu sína 1841, tók Jón Sigurðsson upp
stafsetningu Rasks í flestum greinum. Eru hér örstutt sýnishorn úr
fyrsta árgangi:
þá hlýtur að vakna hjá þeim laungun til að þekkja hagi
landsins nákvæmlega . . . og síðan að kynna sér allt, bæði
innlenzkt og útlenzkt. . . . En þaraðauki er einsog áður er get-
ið, aldrei loku fyrir skotið að styrjöld kunni að verða, og
Danmörk taki í þann strenginn sem oss er óhentugri.
Við fráfall séra Tómasar Sæmundssonar 1841 varð nokkurt hlé á
útkomu Fjölnis. Þegar aftur var svo hafizt handa um útgáfuna, voru
nýir menn komnir í félagið. Fyrir þeim varð Konráð að lúta og
sveigja stafsetninguna í átt til upprunans. Gerðist þetta með sjöunda
ári Fjölnis, sem kom út 1844. Var þá tekin upp stafsetning Nýrra
jélagsrita.
Konráð gerir grein fyrir þessum breytingum,13 og er ljóst, að
hann er síður en svo ánægður með þær. „Sannast það hjer sem optar,
að svo er mart sinnið sem maðurinn er,“ segir Konráð, „og eru ekki
13 „Um stafsetninguna á þessu ári Fjölnis," Fjölnir, VII (1844), 1.—3. bls.