Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 87
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
85
árum þess, og er enginn efi á því, að þeir Konráð hafa í sameiningu
mótað þessa nýju stafsetningu. Þessi stafsetning var svo síðar ýmist
kennd við Halldór Kr. Friðriksson eða kölluð skólaslafsetningin.
Smám saman tóku margir upp þessa stafsetningu Halldórs, enda
von, þar sem hún var kennd við eina latínuskóla landsins. Ýmsir
fóru aðrar leiðir og tóku upp sérstaka stafsetningu, eins og Jón
Þorkelsson rektor, en aðrir héldu sig við stafsetningu Rasks í aðal-
atriðum, eins og Jón Sigurðsson.
Árið 1859 sendi Halldór Kr. Friðriksson frá sér bók um þetta
efni.14 Gerir hann þar nákvæma grein fyrir réttritun sinni og hverju
einstöku stafsetningaratriði. Um stafsetninguna almennt farast hon-
um svo orð (35.—36. bls.):
Aðalundirstöður islenzkrar rjettritunar virðast geta verið
þrjár: 1. að rita öll orð eptir framburði; 2. að rita öll orð
eptir uppruna; og 3. að rita sem næst upprunanum, að svo
miklu leyti sem tungutak vort leyfir. Fyrsta reglan er í raun
rjettri í sjálfu sjer rjettust; því að ritið er ei annað en hljóð
þau, er menn tala, gjörð sýnileg; en aptur eru þeir örðugleikar
á, að framburður manna er ýmislegur, og sínum heyrist hvert
hljóðið í sama orðinu, og þarf þvi að minnsta kosti nákvæma
þekkingu á hinum ýmislega framburði manna, ef semja skal
stöðugar reglur fyrir, hvernig hvert hljóð skuli rita, ef sú
undirstaðan væri höfð, og mundi þó veita næsta örðugt að
samríma allra framburð. Að rita allt eptir uppruna, virðist
enn síður geta átt sjer stað; því að bæði er það næsta örðugt,
að rekja uppruna allra orða, og því næst er það, að vjer tákn-
um með ritinu þau orðin, er vjer nú tölum, en eigi þau, sem,
ef til vill, aðrar fornþjóðir töluðu, löngu áður en ísland
byggðist; og hvar skyldi staðar nema? eða hve langt skyldi
rekja? Það virðist því rjettasta reglan, að rita samkvæmt upp-
runanum, eptir þeim myndum, sem orðin fá, er þau verða
íslenzk eða norrœn, eða eru tekin inn í norrœnuna; en fram-
burðurinn má þó eigi vera þvert á móti rithættinum; vjer
megum eigi rita þá stafi, sem hvorki heyrast í framburðinum,
14 íslenzkar rjettritunarreglur (Reykjavík 1859).