Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 88
86
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
nje verða látnir heyrast; og þessi virðist vera aðalundirstaðan
fyrir rithætti fornmanna, þótt víða út af beri, og þessi virðist
undirstaðan enn, eptir því sem flestir rita, þótt hún í mörgu
sje aflöguð; og þetta er undirstaðan fyrir rjettritunarreglum
þeim, sem skráðar eru í þessari litlu bók.
Þar sem skólastafsetningin varð nokkuð útbreidd, er rétt að geta
helztu einkenna hennar og nefna þá fyrst þau atriðin, sem viku frá
stafsetningu Rasks. Hins vegar er kafli sá, sem tekinn var stafrétt
upp úr ritreglum Halldórs, nægilegt sýnishorn um stafsetningu hans.
Ritað er je, en ekki é, alls staðar þar, sem svo er borið fram, nema
á eftir g og k. Þó er ritað je í orðum eins og þiggjendur (af þiggja),
syngjendur (af syngja), svo sem enn er gert.
Grannur sérhljóði er á undan ng og nk samkvæmt fornu máli og
vestfirzkum framburði að mestu leyti. Þess vegna er skrifað langur
með a, l'óng með ö o. s. frv., en ekki með á og au eftir almennum
framburði, eins og Rask gerði.
Ritað er -ur í niðurlagi orða, samkvæmt venjulegum framburði, en
ekki -r, eins og Rask vildi samkvæmt fornri venju.
Reglur um y og z eru hinar sömu og nú gilda í stafsetningu, þ. e.
að fara sem mest eftir uppruna. Gerir Halldór nákvæma grein fyrir
hverju atriði í bók sinni.
Um eitt atriði gekk skólastafsetningin lengra í sambandi við upp-
runa en áður hafði tíðkazt og raunar síðar. Hún gerði mun á tvenns
konar æ-i eftir því, hvort það var hljóðvarp af á eða ó, t. d. þræðir
(af þráður), en bœndur (af bóndi). Taldi Halldór jjennan rithátt
eins réttan, þegar miðað er við uppruna, og jiað að gera mun á i
og y.
Ekki komst þessi sundurgreining algerlega á, enda þurfti allmikla
þekkingu á máli til þess að rita Jjetta rétt hverju sinni. Féll jsessi rit-
háttur svo niður smám saman og hefur aldrei verið tekinn upp aftur
í venjulegri stafsetningu.
Alls staðar var tvöfaldur samhljóði á undan jiriðja samhljóða
eftir skólastafsetningunni, þar sem uppruni sagði til um. Svo var
alltaf ritað p, en ekki /, á undan t, ef það var í sama atkvæði, en það