Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 89
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
87
hafði lengi verið venja. Var þar vikið frá uppruna. Á þann hátt var
ritað skript, þótt komið sé af skrija o. s. frv.
Af því, sem hér hefur verið rakið, kemur í Ijós, að stafsetning
Konráðs Gíslasonar og Halldórs Kr. Friðrikssonar er næsta lík
þeirri, sem við búum við í dag. Það, sem einkum skilur, er, að nú er
ritað é, en ekki je eftir framburði. Eins er / víðast ritað á undan t, en
þeir höfðu p.
Árið 1860 skrifaði Guðbrandur Vigfússon ritdóm um ritreglur
H. Kr. F. í ÞjóSólf,15 Finnst honum bók höfundar ekki nógu skipu-
lega samin og auk þess tínt upp óþarflega mikið af dæmum.
G. V. ræðir svo um stafsetningu almennt, en um það efni hafði
hann áður ritað í Ný jélagsrit 1857.16 Skoðun hans í stafsetningar-
málum kemur skýrt fram í þessum orðum hans í Þjóðólfi (77. bls.):
Það er fernt sem öll stafsetníng er bygð á: 1. uppruni, 2.
framburðr, 3. ritvenja, 4. fegrð. Þessa verðr alls að gæta;
enginn skrifar né getr skrifað eptir upprunanum einum; ef
menn rita eptir upprunanum einum, verðr ritið of forneskju-
legt, stirt og staurslegt, riti menn eptir framburðinum einum,
verðr ritið húsgángslegt, og á reiki eins og kúgildi á jörðu, því
eins og hver sýngr með sínu nefi, svo talar og hver með sinni
túngu, verða og málin eins mörg og túngurnar eru, það verðr
eitt mál fyrir hvern munn og hver ritar að munns ráði sjálfs
síns. Hin skaðlegasta ritaðferð verðr án efa sú, að gjöra fram-
burðinn að ritgoði sínu, það mundi leysa sundr öll þjóðbönd,
og félag það sem eitt ritmál bindr.
Þá rekur G. V. þau atriði úr ritreglum Halldórs, þar sem hann er
ósammála höfundi, og er je fremst í flokki. Telur hann ekki rétt að
rita það, heldur é, og styður það með dæmum úr fornum ritum.
Þessu andmælti svo Konráð Gíslason í íslendingi 1862,17 en þar
ritaði hann nokkrar greinar til þess að sýna fram á, að je sé eðli-
legri og réttari ritháttur en é.
15 „íslenzkar réttritunarreglur, eptir Halldór Friðriksson. Rv. 1859,“ Þjóff-
óljur, 1860, 69,—71., 77.-78. og 95.-97. bls.
10 „Um stafrof og hneigíngar," Ný félagsrit, XVII (1857), 117.—166. bls.
17 „é og /e,“ íslendingur, 1862, 39., 58., 79.—80. og 108. bls.