Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 90
88 JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Þá finnst G. V. óþarft að gera greinarmun á œ-hljóðunum, enda
þótt rétt sé að uppruna.
Endar G. V. ritdóm sinn með því að lýsa yfir fullum stuðningi við
stafsetningu Rasks og Sveinbjarnar Egilssonar, en er andvígur fram-
burðarstafsetningu. Um hana segir hann (97. bls.):
En ef menn sveigja á bakborða með Fjölni, þá horfir beint
útí hafsauga, útí endalausar stafsetníngar hafvillur, því þar
kemr einn ritkækr og nýjúng á aðra ofan, þángaðtil ekki er
heil brú eðr urmull orðinn eptir af málinu, því hver sem vill
miða rit sitt við framburð einan, honum fer líkt og hafrinum
sem miðaði við skýin, og fann ekki mat sinn, og við verðum
þángað til að, að enginn veit sitt rjúkandi ráð hvernig hann
á að stafa eðr rita.
Skólastafsetningin var svo almennt notuð fram undir síðustu alda-
mót. En þar sem hún var ekki lögboðin, gat hver maður farið sínar
eigin leiðir, ef honum svo sýndist. Kom þess vegna að því, að mönn-
um leiddist þetta stefnuleysi, og fóru þá að koma fram nýjar til-
raunir til að sætta hin ólíku sjónarmið.
VI
Á síðustu áratugum 19. aldar aðhylltust ýmsir málfræðingar
erlendis mjög róttækar stafsetningarbreytingar og vildu færa staf-
setninguna sem mest í framburðarátt. Gerðu þeir tilraunir í þessu
skyni bæði í frönsku og ensku, en einna lengst var gengið í þessa átt
í Svíþjóð.
Ekki gat þessi þróun málanna farið fram hjá íslenzkum málfræð-
ingum, enda leið eigi á löngu, þar til sumir þeirra gerðust fylgismenn
framburðarstafsetningar.
Árið 1885 ritaði Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi grein í Tíma-
rit Bókrnenntafélagsins.18 Er grein þessi á marga lund hin athyglis-
verðasta fyrir skilning höfundar á íslenzkum framburði. Gerist
Brynjólfur þar eindreginn stuðningsmaður framburðarstafsetningar.
18 „Ura sannan grundvöll stafsetningar," Tímarit Bókmenntafélagsins, VI
(1885), 246.-252. bls.