Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 94
92
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
Enn jeg er hræddur um, að margbrotin stafsetningarnímæli
— þó til bóta sje — muni fæla frá sjer allan þorra manna, og
að fjölbreittar breitingaruppástungur muni verða til þess að
tálma þeim breitingum, sem jeg álít bráðnauðsinlegastar allra,
enn það er að biggja út y-unum og z-unni. Þessa stafi ætti
sem first að gera stafrofsræka.
Ekki leið á löngu, þar til sjálfur höfundur skólastafsetningarinnar,
Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari, lét til sín heyra opinberlega.
Ritaði hann greinar gegn stafsetningarnýmælum Björns M. Ólsens
og Finns Jónssonar í ísafold 28. september, 2. og 5. október s. á.22
Urðu greinar þessar uppbaf að ritdeilu milli þeirra Halldórs og
Björns, og lét hvorugur undan síga. Færðist nokkur harka í deilu
þessa um það er lauk, og ekki voru greinarnar með öllu lausar við
persónulegar hnútur. Rétt er að rekja nokkur atriði úr ritsmíðum
þessum, en ým'islegur fróðleikur er í þeim um framburð o. fl. •
H. Kr. F. bendir á það í greinum sínum, hvers virði það sé, að
stafsetningin haldi órofnu sambandi við fortíð og uppruna. Jafn-
framt leggur hann áherzlu á mikilvægi þess, „að Islendingar riti
tungu sína allir eins, og hafi allir sömu rjettritun,“ (310. bls.). Hins
vegar sé mörgum þetta atriði ekki nógu vel ljóst og vilji því breyta
stafsetningunni án þess að hugsa út í afleiðingarnar.
Af þessum sökum lízt Halldóri illa á framburðarstafsetningu, þar
sem hver ætti að skrifa eftir sínum framburði. í neðanmálsgrein er
þessi athugasemd hjá honum (310. bls.):
Svo sem dæmi þess, hversu föst rjettritunin mundi verða
eptir framburðinum, má geta þess, að dr. Finnur Jónsson segir
í grein sinni í ísafold XVI, 70, að hvert mannsbarn á íslandi
beri fram kononum, mönnonum, liundonum. Það sýnir, hve
sterkur hann er í framburðinum. A þá eigi líka að skrifa: hön-
um f. honum?
Halldór svarar því atriði í fyrirlestri B. M. Ó., að stafsetningin
yrði auðveldari, ef horfið yrði að framburðarstafsetningu, á þessa
leið (313. bls.):
22 „fslenzk rjettritun,“ ísajold, 1889, 309.—310., 313. og 317. bls.