Íslenzk tunga - 01.01.1959, Side 96
94
JON AÐALSTEINN JONSSON
F. séu f,í stuttu máli ekki annað en eintómar málaflutningsmanna-
flækjur, ósamboðnar slíkum vísindamanni, sem ifirkennarinn er“
(26. bls.). Bendir hann á, að Halldór viðurkenni sjálfur réttmæti
framburðarstafsetningar í réttritunarreglum sínum frá 1859.
' Þessari grein svarar H. Kr. F. í ísajold 19. febrúar og bætir ýmsu
við máli sínu til stuðnings.26 Að mestu er þó hér um að ræða árétt-
ingu á því, sem hann hefur þegar ritað.
Með grein þessari var ritdeilu þeirra Björns og Halldórs lokið,
enda tók ritstjóri ísafojdar, Björn Jónsson, málið út af dagskrá í
blaði sínu.
Hér varð nú hlé á um nokkur ár, og sama stefnuleysi ríkti um ís-
lenzka stafsetningu og áður. Ekki urðu margir til að taka upp fram-
burðarstafsetningu Björns M. Ólsens. Síðar fór Bjarni Jónsson frá
Vogi svipaða leið og eins Guðmundur Björnsson landlæknir. Allt
voru þetta mikilhæfir menn og miklir smekkmenn á íslenzkt mál.
Samt var við svo ramman reip að draga um breytingar á y t. d., að
þeir féllu frá því síðar nema B. M. Ó.
VII
Árið 1897 var Blaðamannafélagið stofnað. Eitt hið fyrsta mál, er
það beitti sér fyrir, var að koma á „einingu í íslenzkri stafsetning",
eins og það er orðað í Nýju öldinni, blaði Jóns Ólafssonar rit-
stjóra.27 En hann var ásamt Birni Jónssyni, ritstjóra ísafoldar, einn
aðalforystumaður þessa máls. Blaðamönnum til ráðuneytis í þessu
máli voru svo jafnmikilhæfir menn og Jón Þorkelsson rektor og
Pálmi Pálsson, er tók við íslenzkukennslu við Latínuskólann eftir
Halldór Kr. Friðriksson.
Ætlun Blaðamannafélagsins var að koma þessari stafsetningar-
breytingu á, án þess að blaðaumræður yrðu um málið,
með því að ganga mátti að því vísu eins og höndunum á sér
[segir Björn Jónsson í ísajold 3. september 1898, 215. bls.],
26 „íslenzk rjettritun eptir yfirkennara H. Kr. Friðriksson. Svar á móti and-
svari drs. B. M. Ólsens," ísajold, 1890, 58.—59. bls.
27 „Stafsetningar-reglur Blaðamannafélagsins,“ Nýja öldin, 1898, 213. bls.