Íslenzk tunga - 01.01.1959, Page 97
SAGA ÍSLENZKRAR STAFSETNINGAR
95
að væri málfræðingum vorum og málfræðinganefnum hleypt
á stað út í þras um það, mundu öll hin mörgu blöð landsins
ekki endast til hálfs að hirða það, sem þeir hefðu fram að bera,
og að eftir 10—20 ára „umræður“ þannig vaxnar mundu
menn hálfu fjær samkomulagi en áður. — Því svo voðalegur
sem hinn alræmdi furor Normannorum var, þá er furor philo-
logorum tífalt ægilegri, og furor (æði) stafsetningarfræðing-
anna þessa ofsalegast.
Þessar nýju stafsetningarreglur, sem voru í mörgu tilliti sniðnar
eftir Rask og Halldóri Kr. Friðrikssyni, voru sendar fjölda manna
sem trúnaðarmál. En þann trúnað rauf fyrstur manna Einar skáld
Benediktsson í blaði sínu, Dagskrá, enda snerist hann öndverður
gegn þessum nýmælum og var mjög harðorður í garð forvígismanna
þeirra.28 Taldi hann ótækt að ætla að fara á bak við almenning í
þessu máli. Birtir hann síðan ritreglur Blaðamannafélagsins. Þar
sem ætla má, að þær séu prentaðar orðréttar, eru þær teknar hér upp
eftir áðurnefndri grein í Dagskrá (439. hls.):
Reglurnar hljóða svo með smáletruðum útskýringum eða rök-
semdum höfundanna milli hinna einstöku greina.
A. Radd-stajir.
I. Rila skal é (ég, þér, þéttur, sté, hér, héðan), þar sem je er
framborið, nema í nafnorðum þeim, sem eru að upphafi hlo.
nút. sagna, er enda í nh. á ja: þiggjendur, byrjendur.
Samkvæmni við rithátt annara breiðra raddstafa: á, í, ó, ú, ý. Forn
ritháttur. —
II. Rita skal y og ý þar, sem þeir stafir hafa áður verið taldir
réttræðir.
Gömul og ný tíska í málinu: skýrir mjög vel uppruna fjölda orða;
mundi umhverfa og spilla útliti ritaðs máls ef þessir stafir væru flæmdir
burt úr því.
III. Hvergi skal rita œ, heldur æ.
Aðgreiningin úrelt í málinu: er og án nokkurs stuðnings í framburði
nú, og allvandasöm.
IV. Á undan ng og nk skal rita granna hljóðstafi og án áherzlu-
merkis (hvorki breiða stafi né tvíhljóða).
Forn og nýr ritháttur, enda sýna og hljóðvörp, að svo á að vera.
-8 „Rjettritunar-samtökin," Dagskrá, 1898, 439.—440. og 449.—450. bls.